Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Fjórði Mánadagur í Tvímánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. nóvember. 2014 06:01

Margir viðburðir á Akranesi á aðventunni

Margt verður að gerast á Akranesi á aðventunni samkvæmt viðburðaáætlun og dagskrá fyrir fyrstu aðventuhelgina, sem er næsta helgi. Ber þar hæst Útvarp Akraness sem einatt er fyrstu helgina í aðventu. Viðburðastaðir verða auk þess m.a. Safnasæðið í Görðum, Bókasafn Akraness, Akratorg, Akraneskirkja og Bíóhöllin. Þá verður talsvert um tónleika á Akranesi á næstu vikum. Um næstu helgi verða hátíðlegir tónleikar Kórs Akraneskirkju að Kalmansvöllum 1. Jólatónleikarnir „Eitthvað fallegt“ verða í Vinaminni þar sem fram koma Ragnheiður Gröndal, Svavar Knútur og Kristjana Stefáns. Jón Jónsson tónlistarmaður ásamt hljómsveit halda tónleika í Bíóhöllinni undir heitinu „Ljúft að vera til“ og einnig verða fleiri viðburði í Bíóhöllinni, svo sem jólatónleikar Siggu B. og Bubba á Jólaföstunni.

Margt verður að gerast laugardaginn 29. nóvember. Þann daga verðu jólaskemmtun á Akratorgi. Sigríður Indriðadóttir forseti bæjarstjórnar flytur aðventuávarp og Skólahljómsveit Akraness og skólakór Grundaskóla leika og syngja nokkur jólalög. Aldrei er svo að vita nema nokkrir jólasveinar kíki í heimsókn. Jólamarkaður verður opinn á 2. og 3. hæð á Suðurgötu 57. Matur og handverk er það helsta sem verður á boðstólnum. Jólamarkaðurinn verður opinn til kl. 18.00. Í Bókasafni Akraness verður jólasýning safnanna sett upp 28. nóvember og verður sérstakt jólaskraut úr smiðju Bókasafnsins notað. Einnig verður lesin upp jólasaga 29. nóvember fyrir börn og fullorðna. Þá er Bókasafnið einnig að taka á móti skráningu skólahópa í desember sem geta komið alla morgna að hlusta á jólasögu.

Á Safnasvæðinu í Görðum verður m.a. þann 30 nóvember veitt leiðsögn um sýninguna „Sýning hinna glötuðu verka.“ Listamannaspjall verður 7. desember um sýninguna sem jafnframt er síðasti opnunardagurinn. Þann 11. desember verður viðburður á Safnasvæðinu sem heitir HÚFA en það stendur fyrir skammstöfun fyrir „handverk úr fornum arfi, jólalegt handverk“. Síðan er á dagskrá 12. desember opnun ljósmyndasýningar Guðna Hannessonar og Ágústu Friðriksdóttur 12. desember. 

 

Nánar er um viðburði í Skessuhorni og víðar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is