Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. nóvember. 2014 09:01

Útvarp Akraness fer í loftið á morgun

Sumir Skagamenn segja að jólaundirbúningurinn byrji þegar Útvarp Akraness fer í loftið á FM 95,0. Sundfélag Akraness stendur nú fyrir útvarpinu í 27. skipti og safnar fjármunum fyrir starfseminni með seldum auglýsingum. Eins og síðustu ár er Hjördís Hjartardóttir grunnskólakennari útvarpsstjóri. Útvarið byrjar núna kl. 13 á föstudag með stúdíó ABC þar sem Óli Palli og Hjörtur Hjartar fara á kostum. Síðan rekur hver dagskrárliðurinn annan og m.a. verður nú að nýju spurningakeppni þar sem tólf lið, flest frá fyrirtækjum á Akranesi etja kappi. Útsendingar á FM 95,0 standa fram undir sunnudagskvöld. Meðal vinsælla og fastra liða eru jólakrakkar sem að þessu sinni er 5. bekkur Brekkubæjarskóla og Rokkþing Jóns Allans og Tomma Rúnars. Gísli og Hallbera rekja sögu Bjarnalaugar í 70 ár, fjölbrautaskólanemar verða með þáttinn Fjör í fjölbraut, Skór með stáltá heitir þáttur með Samma Þorsteins, Vatnaskil með Pétri Ottesen og fleira mætti nefna. Trúlega verður allt á fullu með „Þremur á palli“ sem eru Sigrún Ósk, Hlédís og Óli Palli. Rjómandi gott úr eldhúsi er frá Hrund og Möggu, Gísli Einarsson verður með Súkklulaði með rjóma og þannig mætti áfram telja. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is