Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Fjórði Mánadagur í Tvímánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. nóvember. 2014 12:55

Öruggur sigur Snæfellskvenna á KR

Snæfellskonur unnu öruggan sigur þegar KR kom í heimsókn í Dominosdeildinni í gærkveldi. Lokatölur urðu 74:48 og ljóst að Snæfell er ekkert að gefa eftir í toppbaráttunni. Snæfellskonur eru sem fyrr á toppnum ásamt Keflavík, nú með 16 stig eftir níu umferðir. KR kom ákveðið til leiks og allt var í járnum í fyrsta leikhluta. Gestirnir voru einu stigi yfir eftir hann; 18:17. Snæfellskonur virtust síðan vera búnar með upphitunina í öðrum leikhluta þar sem þær komust í þægilega stöðu og í hálfleik var Snæfell ellefu stigum yfir 36:25. Heimastúlkur bættu síðan enn við forskotið í þriðja leikhluta og fljótlega var ljóst að aðeins væri spurningin hversu stór munurinn yrði í lokin en Snæfell vann þriðja leikhluta 16:10 og lokafjórðunginn 22:13. Mikill styrkleikamunur var á liðunum í þessum leik, ekki síst undir körfunni, þar sem Snæfellskonur hirtu 71 fráköst en KR 35.

Hjá Snæfell var Kristen McCarthy atkvæðamest með 21 stig og15 fráköst, Hildur Sigurðardóttir 11 stig, 9 fráköst og 6 stoðsendingar, Hugrún Eva Valdimarsdóttir 11 stig og 13 fráköst, Gunnhildur Gunnarsdóttir 10 stig, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 9 stig, 8 fráköst og 5 stolnir boltar, María Björnsdóttir 5 stig, Anna Soffía Lárusdóttir 3 og Berglind Gunnarsdóttir, og Rebekka Rán Karlsdóttir 2 stig hvor.

 

Í næstu umferð fara Snæfellskonur á Hlíðarenda og mæta Val nk. laugardag.

 

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is