Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. nóvember. 2014 01:01

Aron og Katrín algengustu nöfnin 2013

Aron var vinsælasta eiginnafn nýfæddra drengja á árinu 2013 en Katrín vinsælasta stúlkunafnið. Þór var langvinsælasta annað eiginnafnið hjá drengjum, en þar á eftir Freyr og Máni. María var vinsælasta annað eiginnafnið hjá stúlkum ásamt Rós, en þessi nöfn hafa vermt annað og fjórða sætið undanfarin ár. Á eftir þeim kom stúlkunafnið Lilja sem þriðja vinsælasta síðara eiginnafn nýfæddra stúlkna.

Í frétt Hagstofunnar segir að þegar litið er á allan mannfjöldann í ársbyrjun 2014 voru tíu algengustu einnefnin og fyrstu eiginnöfnin alveg þau sömu og árið 2009. Hjá körlum var Jón algengasta nafnið, þá Sigurður og svo Guðmundur. Af kvenmannsnöfnum er Guðrún algengast, þá Anna og svo Kristín. Tíu algengustu karl- og kvenmannsnöfnin hafa verið þau sömu frá 2009. Flestir landsmenn bera fleiri en eitt nafn. Í ársbyrjun 2014 voru þrjár algengustu samsetningarnar hjá körlum Jón Þór, Gunnar Þór og Jón Ingi. Þetta voru einnig algengustu tvínefnin fimm árum fyrr. Hjá konum voru þrjár algengustu samsetningarnar Anna María, Anna Margrét og Anna Kristín. Þetta voru líka þrjú algengustu tvínefnin árið 2009. Kvenmannsnafnið Anna er hins vegar afar vinsælt sem fyrra nafn, en hún reyndist fyrra nafnið í sex af tíu algengustu tvínefnunum.

Flestir fæddust 27. september

Afmælisdagar á Íslandi dreifast ekki jafnt yfir árið. Algengara er að börn fæðist að sumri og á hausti en yfir vetrarmánuðina, frá október og fram í mars. Alls eru 51,5% allra afmælisdagana frá apríl til september. Í upphafi árs 2014 gátu flestir átt von á því að halda upp á afmælisdaginn 27. september, alls 1.014 einstaklingar. Fæstir áttu afmælisdag á hlaupársdag, 29. febrúar, eða 208 manns. Að öðru leyti eru jóladagur (657) og aðfangadagur (707).

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is