Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. nóvember. 2014 01:40

Stjórn ungra bænda átelur vinnubrögð Matvælastofnunar

Stjórn Samtaka ungra bænda (SUB) hvetur Matvælastofnun (MAST) til að endurskoða verkferla þegar kemur að tilkynningum um vanrækslu dýra eða afturköllun starfsleyfa. SUB hefur samþykkt svohljóðandi ályktun:

„Birting skoðunarskýrslna og bæjarnafna í fjölmiðlum gagnast engum og ættu að vera trúnaðargögn í málum sem þessum. Slúður um það hvað gæti hafa gengið á fer manna á milli sem ábúendur og fjölskyldur þeirra líða fyrir. Umræðan verður oft hávær, rætin og ólíkleg til að gera neinum gagn. Í staðinn hvetur stjórn SUB Matvælastofnun til að veita ábúendum slíkra búa raunverulega aðstoð. Það er gott og eðlilegt að viðhaft sé eftirlit með matvælaframleiðslu og mikilvægt að MAST standi sig í stykkinu í þeim efnum, en bjóði fólki svo upp á aðstoð þar sem við á. Rót vandans í flestum tilfellum eru andleg veikindi eða bágar félagslegar aðstæður. Í stað dýralækna sem útlista hve skítugt fjósið er og það séu of margar kindur í fjárhúsinu lægi beinast við að MAST réði til sín sálfræðinga eða félagsráðgjafa þegar kemur að þessum málum. Nýtum okkur aðgengi að fólki sem er sérhæft í að hjálpa þeim sem eiga við andleg veikindi að stríða. Byggjum bændur upp í stað þess að brjóta þá niður.“

 

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is