Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Fjórði Mánadagur í Tvímánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
28. nóvember. 2014 10:08

Snæfell vann ÍR í tvíframlengdum leik

Áhorfendur í íþróttahúsinu í Stykkishólmi urðu vitni að háspennuleik þegar ÍR-ingar komu í heimsókn í gær og mættu Snæfelli í Dominosdeildinni. Snæfell sigraði í leiknum 98:95 í tvíframlengdum leik. Þótt leikurinn væri í heild jafn voru samt svolitlar sveiflur. Leikurinn fór rólega af stað og Snæfell leiddi 23:19 eftir fyrsta fjórðung. Snæfell jók síðan forskotið í byrjun annars leikhluta í tíu stig en gestirnir tóku sig á og Snæfell var einungis fjórum stigum yfir í hálfleik, 38:34. Gestirnir jöfnuðu í byrjun þriðja leikhluta, Snæfell náði góðum kafla en ÍR svaraði í sömu mynt þannig að Snæfell var aðeins einu stigi yfir fyrir lokafjórðung venjulegs leiktíma. Yfir komust ÍR-ingar í fyrsta skipti í leiknum í stöðunni 53:55 og fullkomnuðu síðan 13:0 kafa í stöðunni 53:58. Snæfell komst svo yfir 59:58 og við tók háspenna allt til enda venjulegs leiktíma sem endaði 77:77. Framlengja þurfti leikinn og áfram hélt sama baráttan. Hvort lið skoraði tíu stig í framlengingunni og framlengja þurfti því aftur. Þá virtust Snæfellingar eiga aðeins meira eftir á tanknum í langkeyrslunni og sigruðu eins og áður segir með þriggja stiga mun, 98:95.

 

 

Hjá Snæfelli var Chris Woods með 35 stig og 23 fráköst, Austin M. Bracey 30 stig, Stefán Karel Torfason 14 stig og 9 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 8 stig, 12 fráköst og 5 stoðsendingar, Sveinn Arnar Davíðsson 6 stig, Snjólfur Björnsson 4 og Jóhann Kristófer 1.

 

 

Í næstu umferð Dominosdeildar fara Snæfellingar á Krókinn og mæta næstefsta liði deildarinnar Tindastóli nk. fimmtudagskvöld.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is