Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Fjórði Mánadagur í Tvímánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
28. nóvember. 2014 12:15

Stefnt að sparnaði í yfirstjórn Borgarbyggðar

Verulegar breytingar eru fyrirhugaðar í yfirstjórn Borgarbyggðar. Spara þarf í rekstri sveitarsjóðs m.a. til að uppfylla lagaskyldur um samanlagða jákvæða rekstrarafkomu sveitarsjóðs á þriggja ára tímabil. Meðal aðgerða sem ákveðið hefur verið að ráðast í er að störfum sviðsstjóra verður fækkað, uppsagnir verða innan ráðhúss, tilfærslur á störfum og víðtæk endurskipulagning. Að sögn Kolfinnu Jóhannesdóttur sveitarstjóra hefur verið rætt við starfsfólk til að boða þær breytingar sem fyrirhugaðar eru og kynntar verða nánar eftir helgi. Engar uppsagnir starfsfólks verða um þessi mánaðamót en boðað að þær verði í lok desember. Breytingar sem farið verður í fela m.a. í sér að sviðsstjórum verður fækkað úr fjórum í tvo, ráðnir verði nýir sviðsstjórar yfir annarsvegar umhverfis- og skipulagssvið og hinsvegar stjórnsýslu- og fjölskyldusvið. Auglýst verður í bæði störfin. Þá er einnig um að ræða endurskipulagningu og tilfærslur á verkefnum til að auka skilvirkni starfa. Megináherslan er að ná fram markmiði um betri nýtingu fjármuna.

 

 

 

Í bókun byggðarráðs frá fundi þess í gær segir að sveitarstjóri hafi kynnt tillögur Garðars Jónssonar hjá R3 Ráðgjöf um endurskoðun á stjórnskipulagi Borgarbyggðar þar sem gert er ráð fyrir aukinni hagræðingu og skilvirkni. Tillaga var gerð um breytingar á störfum með umbótum á ábyrgð og verkaskiptingu starfsmanna. Byggðaráð samþykkti tillögurnar og fól Kolfinnu Jóhannesdóttur sveitarstjóra að framfylgja þeim. Sveitarstjóra var jafnframt falið að boða til aukafundar í sveitarstjórn mánudaginn 1. desember klukkan 17:00 þar sem tillaga um endurskoðun á stjórnskipulagi verður tekin til afgreiðslu.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is