Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Fjórði Mánadagur í Tvímánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
28. nóvember. 2014 01:02

Fækkað um tvo í Landsbankanum í Ólafsvík

Landsbankinn sagði í síðustu viku upp tveimur starfsmönnum, gjaldkera og þjónustufulltrúa, í útibúi bankans í Ólafsvík. Töluverður urgur er í heimamönnum vegna uppsagnanna, þær sagðar óvægnar í garð starfsmanna sem starfað hafa lengi við bankann. Annar starfsmaðurinn hafði unnið í 25 við sparisjóðinn og þrjú ár í Landsbankanum. Kristján Kristjánsson upplýsingafulltrúi Landsbankans staðfestir að gerðir hafi verið starfslokasamningar við tvo starfsmenn útibúsins sem sé hluti af aðgerðum til hagræðingar í rekstri. Að sögn Kristjáns er viðtekin venja þegar bankinn hefur frumkvæði að starfslokum, að viðkomandi starfsmenn láti strax af störfum. Stefna bankans sé sú að þegar starfsmönnum er gert að hætta með þessum hætti þá greiði bankinn laun í lengri tíma en uppsagnarfrestur kveður á um. Það hafi verið gert í þessu tilfelli líka. Hann kveðst þó skilja að starfsfólki og öðrum sé brugðið, uppsagnir séu aldrei neitt gleðiefni.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is