Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. nóvember. 2014 01:51

Jafnvel búist við óveðri líkt og í febrúar 1991

Einar Sveinbjörnsson hjá Veðurvaktinni segir að ef veðrið á morgun og fram á mánudag verði eins slæmt og spár gefa til kynna geti það orðið svipað og í alræmdu illviðri í febrúar 1991 sem olli miklu eignatjóni. ,,Útlit er fyrir að mjög djúp og kröpp lægð fari skammt fyrir vestan land þótt vissulega sé heldur snemmt að geta sér til um nákvæman ferli lægðarmiðjunnar. Dýpt lægðarinnar, lögun og ferill ráða vitaskuld mestu um hversu slæmt veðrið verður. Talið er líklegast að eftir miðjan dag á morgun gangi í SA storm og jafnvel ofsaveður með slyddu og rigningu á láglendi, en snjókomu til fjalla. Um kvöldið og nóttina snýst síðan í skammvinna en harða SV-átt um allt land. Veðurhæðin verður hvað mest vestan- og norðvestan til. Um leið kólnar aftur með slyddu og síðar éljum.“

Einar segir að lægðin sem gekk yfir landið í febrúar 1991 hafi verið óvenjukröpp og ekki hafi tekist að spá til fyrir um veðrið sem henni fylgdi. Nú aftur á móti eigi allir að geta verið undirbúnir. Þótt spár séu alltaf spár sé mikilvægt að búa sig undir hið versta að þessu sinni og fylgjast vel með þróun mála.

 

Ástæða er til að hvetja alla til að búa sig undir veðrið í tíma með því að setja lausa muni inn, binda þá niður, fergja eða koma í skjól. Húsbílum, kerrum, landbúnaðartækjum og þess háttar þarf að koma í var og verktakar verða að ganga vel og tryggilega frá vinnusvæðum sínum. Niðurföll verða að vera hrein vegna yfirvofandi vatnsveðurs. Gangi spár eftir ætti fólk ekki að vera á ferðinni á meðan veðrið gengur yfir. 

 

Samantekt fengin af www.vis.is

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is