Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
30. nóvember. 2014 11:23

Áfram er spáð mjög slæmu veðri í dag og fram á morgundaginn

Veðurspá hefur lítið breyst og því áfram spáð að veður fari hratt versnandi um og upp úr hádegi í dag. Spáð er að það gangi í suðaustan 18-25 m/s vindhraða um og uppúr hádegi með rigningu. Talsvert mikil úrkoma verður sunnanlands og hiti 2 til 9 stig. Vindátt snýst í suðvestan 20-30 m/s undir kvöld, hvassast suðvestanlands í kvöld, en á norðanverðu landinu frá miðnætti og fram á morgun. Kólnandi í kvöld og því gæti úrkoman breyst í slyddu og síðar él hér um vestanvert landið. Það mun draga úr vindstyrk í fyrramálið og þá spáð suðvestan 13-18 m/s síðdegis á morgun og él, en úrkomulítið á landinu norðaustan verðu. Hiti um eða undir frostmarki.

Um kl. 21 í kvöld er útlit fyrir að veðrið nái hámarki suðvestanlands með suðvestan 20-30 m/s. Upp úr miðnætti færir þessi veðurhæð sig yfir á Breiðafjörð, Vestfirði, Strandir og Norðurland. Má búast við að vindhviður geti náð yfir 50 m/s á þessum slóðum þar sem vindur stendur af fjöllum. Með suðvestanáttinni kólnar og mun úrkoma í kvöld verða á formi slydduélja og síðar snjóélja.

Björgunarsveitir á Vesturlandi eru nú í viðbragðsstöðu, sem og aðrir viðbragðsaðilar. Eðli málsins samkvæmt verður ekkert af jólahátíðum sem boðaðar höfðu verið í dag. Lægðin sem gengur yfir landið er ein sú krappasta í seinni tíð. Það er því full ástæða til að hvetja fólk til að leggja alls ekki í ferðalög að nauðsynjalausu og gæta vel að öllum lausamunum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is