Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
02. janúar. 2015 09:00

Brautskráð frá Fjölbrautaskóla Snæfellinga

Skömmu fyrir jól voru 15 nemendur brautskráðir frá Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði. Af félagsfræðabraut brautskráðust þau Aníta Rún Sæþórsdóttir, Brynja Ýr Ólafsdóttir, Dagný Rún Þorgrímsdóttir, Ingibjörg Freyja Gunnarsdóttir, Jóhanna Ómarsdóttir, Kristinn Þór Ragnarsson, Perla Ösp Jónsdóttir og Vera Sól Bjarnadóttir. Af náttúrufræðibraut brautskráðust Benedikt Óskarsson, Eyrún Lind Árnadóttir, Guðbjörg María Ágústsdóttir, Jóhannes Geir Guðmundsson, Kristinn Magnús Pétursson og Sveinn Pétur Þorsteinsson. Með viðbótarnám til stúdentsprófs útskrifaðist Kristín Benediktsdóttir.

Nýjar brautir á afmælisári

Athöfnin hófst á því að Jón Eggert Bragason skólameistari brautskráði nemendur og flutti ávarp. Þar rifjaði hann m.a. upp að skólinn hélt upp á tíu ára afmæli sitt í haust og af því tilefni bárust skólanum góðar kveðjur og gjafir. Rauðakrossdeildir af Snæfellsnesi, Kvenfélagið Gleym mér ey og Jeratún, sem er félag í eigu sveitarfélaga á Snæfellsnesi, gáfu veglegar peningagjafir sem notaðar verða í þágu nemenda skólans. Fyrir hönd skólans þakkaði skólameistari þann hlýhug og virðingu sem skólanum var sýndur með þessu. Jón Eggert kom inn á að hópur heimamanna sem vill veg skólans sem allra mestan hafði sig í frammi á þessu hausti og mótmælti m.a. þeim breytingum sem felast í fjárlagafrumvarpi 2015, en þar er gengið út frá færri nemendum en verið hefur og að FSN skuli fyrst og fremst einbeita sér að svokallaðri kjarnastarfsemi en fáist ekki við að laða til sín nemendur í dreif- og fjarnám. Einnig kom fram í ávarpinu að skólinn innritaði fyrstu nemana inn á nýjar námsbrautir síðasta haust þar sem meðalnámstími er áætlaður sjö annir í stað átta eins og nú er. Þá gerði skólameistari einnig að umtalsefni að framhaldsdeild skólans á Patreksfirði hafi heldur betur sannað gildi sitt en þrír af þeim sem útskrifuðust 19. desember hafa stundað nám sitt frá Patreksfirði.

 

Viðurkenningar

Hrafnhildur Hallvarðsdóttir aðstoðarskólameistari FSN afhenti að þessu loknu nemendum viðurkenningar fyrir góðan námsárangur. Sveitarfélög gáfu viðurkenningarnar auk Arion banka í Stykkishólmi, Landsbankans í Snæfellsbæ og FSN. Hæstu einkunn á stúdentsprófi, með 8,83 í meðaleinkunn, hlaut Jóhannes Geir Guðmundsson. Hann fékk afhenta veglega bókagjöf ásamt peningastyrk frá Landsbankanum í Snæfellsbæ. Jóhannes Geir hlaut einnig viðurkenningu fyrir góðan árangur í raunvísindum, stærðfræði, dönsku og þýsku. Vera Sól Bjarnadóttir sem kom fast á hæla Jóhannesar með 8,6 í meðaleinkunn á stúdentsprófi hlaut viðurkenningar fyrir góðan árangur í félagsgreinum (saga, félagsfræði og sálfræði) ásamt viðurkenningum fyrir góðan árangur í dönsku og ensku. Kristinn Magnús Pétursson hlaut viðurkenningu fyrir góðan árangur í íslensku og dönsku. Benedikt Óskarsson fékk viðurkenningu fyrir störf í þágu nemendafélagsins en hann er fyrrum forseti þess. Kristinn Þór Ragnarsson fékk viðurkenningu frá Kvenfélaginu Gleym-mér-ey fyrir list- og verkgreinar en hann á að baki farsælan feril með Stórsveit Snæfellsness eða Big Band áfanga skólans.

Kvenfélagið Gleym mér ei gaf sem fyrr nýstúdentum leiðbeiningar út í lífið. Þar má m.a. finna þvottaleiðbeiningar ásamt góðum ráðum við geymslu matvæla.

 

Í byrjun athafnar flutti Hólmfríður Friðjónsdóttir létta jólatónlist á flygilinn og skapaði það hátíðlega stemningu þegar gestir gengu í salinn. Um tónlistaratriði í athöfninni sáu tveir nýstúdentar; Dagný Rún og Benedikt, ásamt þremur fyrrum nemendum skólans sem svo skemmtilega vill til að eru bræður Dagnýjar, þeir Hafþór Ingi og Mattías Arnar og Eyþór bróðir Benedikts. Þau fluttu tvö lög og vöktu mikla lukku meðal gesta um leið og þau gerðu athöfnina persónulega og einlæga.

 

Helga Lind Hjartardóttir flutti kveðjuræðu fyrir hönd kennara og annars starfsfólks, þar sem hún gaf brautskráningarnemum heilræði út í lífið og hvatti þá til að vera stolt af árangri sínum, byggja upp sjálf sig og lifa í nú-inu. En um leið ættu þau að undirbúa vel og vandlega jarðvegin fyrir framtíðina. Aníta Rún Sæþórsdóttir fluttu kveðjuræðu fyrir hönd nýstúdenta. Aníta fór fögrum orðum um skólann, hrósaði starfsfólki og kennurum fyrir hjálp þeim til handa og þakkaði skemmtisögur og útúrsnúninga kennara á köflum!

 

Að lokum sleit skólameistari seinni útskrift skólans á þessu merka tíunda starfsári skólans og bauð gestum í kaffi og kökur.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Framleiðnisjóður Landbúnaðarins

Fram á völlinn

Grundarfjarðarbær

Fundaröð um vegamál á Vesturlandi

Grundarfjarðarbær

Bæjarstjórnarfundur

Dalabyggð

Sveitarstjórn Dalabyggðar - 181. fundur

Grundarfjarðarbær

Gjöf frá Lionsklúbbi Grundarfjarðar

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is