Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
02. janúar. 2015 10:14

Hvalfjarðargöng tvöfalt öruggari eftir endurbætur

Vegfarendur eru tvöfalt öruggari að aka um Hvalfjarðargöng nú en áður en ráðist var í umfangsmiklar framkvæmdir árið 2007 til að uppfylla nýjar reglur um öryggismál í veggöngum. Þetta er niðurstaða úttektar verkfræði- og ráðgjafafyrirtækisins Mannvits fyrir Spöl, sem á og rekur Hvalfjarðargöng. Jafnframt kemur þar fram í úttektinni að tölfræðilega sé nú fimmtán sinnum öruggara að aka um göngin í samanburði við að aka veginn fyrir Hvalfjörð.

Í tilkynningu frá Speli segir að Guðni I Pálsson verkfræðingur hjá Mannviti hafi metið slysatíðnina í Hvalfjarðargöngum fyrir og eftir endurbætur og þar stuðst við tölur um skráð slys, með og án meiðsla, í gagnasafni Vegagerðarinnar.

Guðni hefur áður fjallað um áhættu í göngunum og meistaraprófsverkefnið hans í verkfræði í háskóla í Svíþjóð fjallaði einmitt um áhættugreiningu fyrir Hvalfjarðargöng. „Slysum og óhöppum hefur fækkað verulega í göngunum og því ber auðvitað að halda til haga að mjög fá alvarleg slys og ekkert banaslys hafa orðið frá því þau voru opnuð. Það eru ekki forsendur til að nefna einhverja tiltekna þætti aðgerða á árunum 2008-2013 til skýringar á því að dregið hefur úr slysum og óhöppum, heldur eru áhrif aðgerðanna metin í heild. Ég get samt nefnt að aukin lýsing hefur ábyggilega sitt að segja og sömuleiðis rifflurnar í malbikinu,“ segir Guðni. „Ég hef ekki upplýsingar um eðli óhappanna og dreg því ekki víðtækari ályktanir en af tölfræðinni sem slíkri. Forvitnilegt væri samt að rýna til dæmis betur í óhöpp sem áttu sér stað 2005-2007, í aðdraganda efnahagshrunsins. Þau voru mun fleiri en á árunum eftir hrun. Umferðin dróst að vísu saman en vísbendingar eru líka um að menn hafi farið sér hægar. Eðli máls samkvæmt fækkar óhöppum þegar ökumenn draga úr hraða,“ segir Guðni I Pálsson.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is