Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Mánadagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
02. janúar. 2015 04:28

Fyrsta barnið fætt á fæðingardeild HVE á Akranesi

Fyrsta barnið sem fæddist á fæðingardeild Heilbrigðisstofnunar Vesturlands á Akranesi á árinu kom í heiminn á nýársdag kl. 18:59. Var það stúlka sem vó 3.725 grömm og var 51 sentímetra löng. Foreldrar hennar eru Hróðný Kristjánsdóttir og Aron Páll Hauksson sem bæði eru frá Vestfjörðum. Aron Páll er frá Bíldudal en Hróðný er frá Patreksfirði, þar sem fjölskyldan býr. Stúlkan er fjórða barn þeirra en eldri systkini hennar verða sex ára, fjögurra ára og tveggja ára á árinu.

 

Þegar blaðamann bar að garði skömmu eftir hádegi í dag voru hjónin í góðu yfirlæti á fæðingardeildinni og stúlkan litla að fá sér mjólkursopa hjá móður sinni. Bæði barni og móður heilsaðist vel. Hróðný sagði að sú stutta hefði ekki látið bíða eftir sér, en settur dagur var í dag. „Við komum suður á annan í jólum. Við erum svo heppin að eiga yndislegt vinafólk í Mosfellsbæ sem við fengum að vera hjá og eldri börnin eru fyrir vestan í pössun hjá systur minni,“ sagði Hróðný. Hún segir fæðinguna hafa gengið vel. „Við héldum upp á áramótin og komum svo hingað í skoðun í gær. Ljósmóðirin hreyfði aðeins við hjá mér og upp úr klukkan hálf þrjú fór ég að finna eitthvað,“ útskýrði Hróðný. Stúlkan fæddist svo rétt rúmum fjórum tímum síðar. Það var Helga Höskuldsdóttir ljósmóðir á HVE á Akranesi sem tók á móti barninu.

Það hefur verið nóg að gera þessa fyrstu tvo daga ársins á fæðingardeildinni á Akranesi. Auk litlu stúlkunnar sem fæddist í gær hafa fæðst þrjú önnur börn í dag, tveir drengir og ein stúlka. Mæðurnar eru allar af Vesturhluta landsins, ein frá Hvammstanga, önnur frá Akranesi og ein úr Grundafirði. Þá má geta þess að fyrsta barnið sem fæddist á landinu á þessu ári var einnig ættað af Vesturlandi. Sú stúlka fæddist á nýársnótt kl. 3.54 á Landspítalanum og vó rúm þrjú kíló og var 49 sentímetrar. Faðir hennar er Sigurmon Hartmann Sigurðsson tónlistarmaður frá Akranesi og móðir hennar heitir Gróa Sif Jóelsdóttir.

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is