Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
05. janúar. 2015 09:01

MAR verður sýnt um helgar í janúar í Frystiklefanum í Rifi

MAR er nýtt íslenskt leikverk úr smiðju Frystiklefans í Rifi. Verkið er byggt á tveimur sjóslysum sem urðu við strendur Snæfellsness á síðustu öld. „Fyrra slysið átti sér stað í febrúar 1962 þegar togarinn Elliði sökk út af Öndverðarnesi. Í áhöfninni voru 28 manns. 26 björguðust. Síðara slysið varð í júlí 1997 þegar trillan Margrét hvarf ásamt tveimur mönnum. Báðir voru þeir úr bæjarfélaginu. Slysin eru nátengd okkar samfélagi og margir heimamenn tóku þátt í björgunaraðgerðum,“ segir Kári Viðarsson leikhússtjóri.

Fyrirhugaðar voru fjórar sýningar á verkinu en vegna góðrar viðtöku og mikillar eftirspurnir urðu sýningarnar tíu talsins yfir hátíðarnar. „Nú er svo komið að við höfum ákveðið að halda sýningum áfram um helgar í janúar. Þar sem ekki stendur til að koma með þessa sýningu til Reykjavíkur hefur Frystiklefinn ákveðið að bjóða þeim áhorfendum sem vilja, ókeypist gistingu í húsinu. Þetta er gert til að koma til móts við ferðakostnað gesta og veita þeim í senn tækifæri til að gera sér góða helgarferð um Snæfellsnes, sem er ægifagurt á þessum árstíma.

 

 

Texti verksins MAR er byggður á viðtölum við aðila sem tengjast slysunum og raunverulegum upptökum frá talstöðvasamskiptum á neyðarbylgju útvarpsins. Hér er um að ræða algjörlega einstaka gerð heimildar, sem aldrei hefur verið nýtt í íslensku leikhúsi áður. Leikarar í sýningunni eru þau Kári Viðarsson og Freydís Bjarnadóttir, sem segir sína eigin sögu í verkinu. Leikstjóri er Árni Grétar Jóhannson. Þetta nýja leikverk verður mikilvæg viðbót við sagnaarf Íslendinga. Markmið verksins er að dýpka skilning áhorfenda á þeim afleiðingum sem slík stórslys hafa í för með sér á sjó og í landi.

 

Að lokum skal vísað í afar jákvæðan leikdóm Magnúsar Þórs Hafsteinssonar blaðamanns sem birtist í síðasta tölublaði Skessuhorns.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is