Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Mánadagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
06. janúar. 2015 06:01

Skipan lögreglumála á Vesturlandi er að skýrast

Eins og kunnugt er mun aðsetur lögreglustjórans á Vesturlandi verða í Borgarnesi. Þetta komst á hreint í desember, eftir að reglugerð og lög um skipan lögreglustjóra- og sýslumannsembætta í landinu tóku gildi. Úlfar Lúðvíksson fyrrum sýslumaður á Patreksfirði hefur tekið við embætti lögreglustjórans á Vesturlandi. Jón Haukur Hauksson lögmaður verður fulltrúi lögreglustjórans og mun ennfremur hafa aðstöðu á aðallögreglustöðinni í Borgarnesi auk þess sem hann verður með aðstöðu á lögreglustöðinni á Akranesi þar sem rannsóknadeild lögreglunnar á Vesturlandi er til húsa.

Lögreglan á Vesturlandi varð til um áramótin þegar lögregluliðin á Akranesi, Borgarfirði og Dölum og á Snæfellsnesi sameinuðust í eitt öflugt 35 manna lögreglulið. Tekin var upp sameiginleg sólarhringsvakt á Akranesi og í Borgarnesi og munu fjórir lögreglumenn að lágmarki ganga sólarhringsvaktir í senn. Vaktir á Snæfellsnesi og í Búðardal munu lítið breytast til að byrja með. Yfirlögregluþjónar Lögreglunnar á Vesturlandi verða þrír. Almenna löggæslan mun heyra undir Jón Sigurð Ólason. Ólafur Guðmundsson verður með rannsóknadeildina og úrvinnslu löggæslumyndavéla og Theodór Kr. Þórðarson verður með stoðdeild, skrifstofu og fjölmiðlamál á sinni könnu.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is