Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
07. janúar. 2015 10:01

Nýr skólameistari segir FVA bjóða upp á marga nýja möguleika

Ágústa Elín Ingþórsdóttir tók við starfi skólameistara Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi 1. janúar síðastliðinn. Ágústa Elín hefur víðtæka reynslu af kennslu og stjórnunarstörfum. Hún lauk diplómagráðu í opinberri stjórnsýslu frá Háskóla Íslands 2008, meistaragráðu í uppeldis- og menntunarfræðum frá sömu stofnun 2005 og hefur auk þess lokið diplómagráðu í náms- og starfsráðgjöf, kennslufræðum til kennsluréttinda og BA gráðu í þýsku og heimspeki. Síðustu fimmtán ár hefur hún starfað í Borgarholtsskóla í Reykjavík sem gæða- og sviðsstjóri, náms- og starfsráðgjafi og kennari. Hún segir skólana að því leytinu til áþekka, að fjölbreytni í námi og nemendahópi sé mikil. „Í báðum skólum er boðið upp á almenna námsbraut, bóknámsbrautir til stúdentsprófs, starfstengdar námsbrautir og nám fyrir fatlaða. Dýrmæt reynsla mín með nemendum, kennurum og stjórnendum á því að nýtast vel í nýjum skóla,“ segir Ágústa Elín í samtali við Skessuhorn.

 

Nánar er rætt við Ágústu Elínu í Skessuhorni sem kom út í dag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is