Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
07. janúar. 2015 10:01

Nýr skólameistari segir FVA bjóða upp á marga nýja möguleika

Ágústa Elín Ingþórsdóttir tók við starfi skólameistara Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi 1. janúar síðastliðinn. Ágústa Elín hefur víðtæka reynslu af kennslu og stjórnunarstörfum. Hún lauk diplómagráðu í opinberri stjórnsýslu frá Háskóla Íslands 2008, meistaragráðu í uppeldis- og menntunarfræðum frá sömu stofnun 2005 og hefur auk þess lokið diplómagráðu í náms- og starfsráðgjöf, kennslufræðum til kennsluréttinda og BA gráðu í þýsku og heimspeki. Síðustu fimmtán ár hefur hún starfað í Borgarholtsskóla í Reykjavík sem gæða- og sviðsstjóri, náms- og starfsráðgjafi og kennari. Hún segir skólana að því leytinu til áþekka, að fjölbreytni í námi og nemendahópi sé mikil. „Í báðum skólum er boðið upp á almenna námsbraut, bóknámsbrautir til stúdentsprófs, starfstengdar námsbrautir og nám fyrir fatlaða. Dýrmæt reynsla mín með nemendum, kennurum og stjórnendum á því að nýtast vel í nýjum skóla,“ segir Ágústa Elín í samtali við Skessuhorn.

 

Nánar er rætt við Ágústu Elínu í Skessuhorni sem kom út í dag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is