Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
08. janúar. 2015 08:00

Litir Borgarness nefnist sýning Michelle Bird

Laugardaginn 10. janúar klukkan 13.00 verður opnuð sýning á verkum Michelle Bird í Safnahúsinu í Borgarnesi. Litir Borgarness er fyrsta sýning listakonunnar hér á landi, en hún er nýflutt til Íslands og býr í Borgarnesi. Í verkum hennar má sjá hvernig hún sem listamaður og nýr íbúi upplifir mannlíf og umhverfi nýs framandi staðar. Ennfremur hefur Michelle stillt upp vinnustofu í anddyri sýningarrýmisins þar sem hægt er að sjá helstu verkfæri, liti og fleira. Sýningin er í Hallsteinssal í Safnahúsi, en sýningarrýmið er nefnt eftir Hallsteini Sveinssyni sem var mikill listunnandi sem gaf ævisöfnun sína á listaverkum til íbúa Borgarness árið 1971.  Vonast er til að skólar geti nýtt sér sýninguna til fræðslu fyrir nemendur um myndlist og vinnuaðferðir við hana.

Michelle Bird er fædd í San Francisco árið 1965. Hún er ættuð frá Bandaríkjunum og Kína en ólst upp í San Francisco, Hawai og víðar í Kaliforníu. Hingað kemur hún frá Sviss þar sem hún hefur haft vinnustofu síðustu árin. Hún lærði myndlist í Bandaríkjunum og í Hollandi þar sem hún var búsett um tíma. Þar lærði hún við Rietveld listaháskólann. Michelle Bird hefur sýnt víða um Evrópu og í Bandaríkjunum. Hún hefur haldið fyrirlestra um myndlist og haldið vinnustofur („workshops“) og auk málaralistarinnar hefur hún lagt stund á listrænt handverk. Nánar er hægt að fræðast um listakonuna í heilsíðuviðtali sem birtist í síðasta tölublaði Skessuhorns.

 

Sýningin Litir Borgarness stendur til 25. febrúar. Hún verður opin til kl. 16.00 á opnunardaginn og listakonan verður á staðnum þann tíma. Eftir það verður sýningin opin á virkum dögum 13.00 – 18.00 eða á öðrum tímum eftir samkomulagi. Aðgangur er ókeypis.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is