Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
08. janúar. 2015 10:00

Pétur Geirsson kaupir stærstan hluta gamla verslunarhúss KB í Borgarnesi

Pétur Geirsson veitingamaður á Hótel Borgarnesi hefur fest kaup á tveimur efri hæðum og helmingi neðstu hæðar í gamla verslunarhúsnæði Kaupfélags Borgfirðinga (KB) við Egilsgötu í Borgarnesi. Heimatökin er Pétri hæg því Hótel Borgarnes stendur andspænis húsinu handan götunnar. Húsnæðinu var breytt í íbúðir eftir að KB flutti starfsemi sína frá Egilsgötu árið 2000. Rekstrarfélag sem átti húsið varð síðan gjaldþrota og tók Íbúðarlánasjóður eignina yfir og á tímapunkti var búsetu hætt í húsinu. Það hefur síðan staðið autt og í niðurníðslu nánast allan þennan áratug. Nú verður gerð bragarbót á þessu. „Þetta eru 21 íbúð frá 60 til 115 fermetrar. Nú á að gera þær allar meira og minna upp. Íbúðirnar verða vonandi tilbúnar nú í vor,“ segir Pétur Geirsson í samtali við Skessuhorn. Hann hefur þegar hafist handa við að standsetja íbúðirnar og ráðið hóp iðnaðarmanna til þeirra verka. Ljóst er að endurbætur á húsnæðinu verða miklar. „Þessu húsnæði var breytt í leiguíbúðir eftir að Kaupfélag Borgfirðinga fór héðan. Umgengnin var misjöfn og það er mjög margt sem þarf að laga,“ sagði Pétur.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is