Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
09. janúar. 2015 08:01

Viðræður að hefjast við Faxaflóahafnir um stækkun athafnasvæðis við Akraneshöfn

Bæjarráð og bæjarstjórn Akraneskaupstaðar samþykktu á fundum sínum skömmu fyrir hátíðarnar að hefja viðræður við Faxaflóahafnir um fyrirhugaða framkvæmd við landfyllingar sunnan Akraneshafnar. Á fundunum var starfshópi um framtíð Breiðarsvæðis og skipulags- og umhverfisráði þakkaðar umsagnir vegna framkvæmdarinnar og Regínu Ásvaldsdóttur bæjarstjóra falið að hefja viðræðurnar að hálfu Akraneskaupstaðar. Eins og komið hefur fram í Skessuhorni er umrædd landfylling vegna mikilla uppbyggingaráforma HB Granda á Akranesi. Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri sagði í samtali við Skessuhorn að forsvarsmenn fyrirtækisins hefðu mikinn hug á að auka starfsemi og bæta aðstöðu á Akranesi. Gísli Gíslason hafnarstjóri telur mikilvægt að stækkun hafnarsvæðisins á Akranesi verði samstarfsverkefni Akraneskaupstaðar, Faxaflóahafna og HB Granda.

Regína bæjarstjóri segir að meðal annars séu markmið í áformum HB Grandamanna að reisa frystigeymslu á stækkuðu athafnasvæði á Akranesi. Einnig að eiga möguleika á stækkun húsnæðis fyrirtækisins, einkum vinnsluhúsanna. Gísli Gíslason hafnarstjóri Faxaflóahafna telur líklegt að áformað verkefni og breytt skipulag muni kalla á umhverfismat. Bæjaryfirvöld hafa lagt á það áherslu að skoðað verði sérstaklega áhrif breytinganna á Langasand. Umrædd landfylling er heldur minni en gert er ráð fyrir í gildandi deiliskipulagi. Áætlað er að hún verði 60-70 þúsund fermetrar og muni kosta um eða yfir tvo milljarða króna.

Auk áhuga HB Granda á stækkun á athafnasvæði með landfyllingum hefur fyrirtækið sótt um leyfi til að stækka verksmiðjuhúsnæði vegna fiskþurrkunar í Laugafiski. HB Grandi hefur aukið mikið starfsemi á Akranesi síðustu misserin sem og fjárfest í sjávarútvegsfyrirtækum, svo sem með kaupum á hrognavinnslu Vignis G Jónssonar og Norðanfiski. Einkum er það bolfisksvinnsla fyrirtækisins sem hefur aukist og starfsfólki verið fjölgað um tugi. Bolfiskur til vinnslu á Akranesi hefur aukist á nokkrum árum frá því að vera 2000 tonn á ári upp í að verða um 6.500 á nýliðnu ári. Regína Ásvaldsdóttir segir bæjaryfirvöld mjög jákvæð gagnvart áformum HB Granda. „Við höfum kallað eftir því að fjölga störfum í sjávarútvegi á Akranesi. Einnig hafa ýmis smærri fyrirtæki í bænum sérhæft sig í þjónustu við atvinnugreinina,“ segir Regína.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is