Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
07. janúar. 2015 12:15

Snæfellskonur með góðan sigur á Haukum

Snæfellskonur virðast illviðráðanlegar í Dominsdeildinni og eru stöðugt að styrkja stöðu sína á toppi deildarinnar. Í gærkveldi sigruðu þær Haukakonur á Ásvöllum, en Haukarnir hafa verið eitt þriggja liðanna sem berjast á toppnum. Lokatölur urðu 72:61 fyrir Snæfelli sem er núna með 28 stig og sex stiga forskot á Keflavík og Hauka.

Um hörkuleik var að ræða á Ásvöllum. Haukakonur komu grimmar til leiks og leiddu eftir fyrsta leikhluta 19:15. Í öðru leikhluta náðu Snæfellskonur sér á strik og þær breyttu stöðunni úr 28:27 fyrir Hauka í 28:36 og þannig var staðan fyrir Snæfell í hálfleik. Bæði lið bættu varnarleikinn í seinni hálfleiknum og Haukakonur aldrei langt undan. Þær náðu að minnka muninn í þrjú stig, 48:45, undir lok þriðja leikhluta en nær komust þær ekki og staðan 53:46 fyrir Snæfells fyrir lokafjórðunginn. Sjö stig í röð frá Hildi Sigurðardóttir í upphafi fjórða leikhluta kom Snæfell í tólf stiga forystu, 60:48 sem var mesti munurinn sem orðið hefði i leiknum. Þar með var grunnurinn að sigrinum lagður hjá Snæfellskonum og Íslandsmeistararnir lönduðu sigrinum þrátt fyrir pressu frá Haukunum undir lokin. Lokatölur eins og áður segir 72:61.

 

 

Kristin McCarthy spilaði frábærlega í liði Snæfells, skoraði 29 stig og tók 15 fráköst. Næst kom Hildur Sigurðardóttir með 18 stig, 8 fráköst og 5 stoðsendingar, auk þess að spila frábærlega í vörninni gegn Lele Hardy sem var allt í öllu hjá Haukum. Gunnhildur Gunnarsdóttir skoraði 9 stig og stal 7 boltum, Helga Hjördís Björgvinsdóttir skoraði 6 stig, María Björnsdóttir 4 stig og 6 fráköst, Berglind Gunnarsdóttir 4 stig og Alda Leif Jónsdóttir 2 stig.

 

Í næstu umferð fá Snæfellskonur KR í heimsókn og fer leikurinn fram í Hólminum nk. miðvikudagskvöld 14. janúar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is