Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
07. janúar. 2015 12:39

Myndir: Verulegt brunatjón hjá Jötunstáli á Akranesi

Ljóst er að töluvert tjón varð í brunanum sem kom upp í húsakynnum vélsmiðjunnar Jötunstáli á Breiðinni á Akranesi síðdegis í gær. Hita- og sótskemmdir hafa orðið á húsnæðinu, allt rafmagn er ónýtt og sennilega rafmagnstæki einnig. Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar var strax kallað til þegar eldsins varð vart af starfsmönnum Jötunstáls. Greiðlega gekk að slökkva. Skoða má myndir af tjóninu með því að fletta í möppu sem fylgir hér fyrir ofan.  

Starfsmenn Jötunstáls vinna nú að því að hreinsa húsakynni vélsmiðjunnar. Rafvirkjar eru þegar mættir til að endurnýja rafmagn vélsmiðjunnar. Eigendur Jötunstáls, þeir Birgir Fannar Snæland og Sturlaugur Agnar Gunnarsson, segjast hvergi af baki dottnir þrátt fyrir þetta áfall. Þeir stefna á að koma rekstrinum aftur af stað sem fyrst og innan fárra daga. Tveir starfsmenn eru hjá fyrirtækinu auk þeirra tveggja. „Báðir starfsmenn okkar voru í kaffi þegar eldurinn kviknaði. Kaffistofan er yfir verkstæðinu og þeir fundu einhverja skrítna lykt. Þegar þeir komu niður logaði eldur þar. Það var ekkert annað fyrir þá að gera en koma sér út og kalla á slökkvilið enda voru einir níu gaskútar hérna. Þeir gerðu rétt í því, eignatjón er eitt en annað ef menn hefðu slasast. Sem betur fer gerðist það ekki og slíkt er fyrir öllu,“ sögðu þeir Birgir og Sturlaugur við blaðamann Skessuhorns í morgun.

 

Bruninn í gær hefði getað þróast með stórhættulegum hætti. Augljóst er á sumum gaskútanna að þeir hafa lent í verulegum hita sem myndaðist í húsnæðinu áður en slökkviliðið réði niðurlögum eldsins. „Við vissum nákvæmlega hvar allir gaskútarnir stóðu og gátum leiðbeint slökkviliðinu. Hér voru líka allar merkingar í góðu lagi, slökkviliðið gat gengið að skiltum sem sögðu að hér væru gaskútar og hvernig efni væri á þeim. Það að ekki fór verr má meðal annars þakka því að menn voru hér þegar eldurinn kom upp og kallað strax á slökkviliðið sem kom fljótt. Við vitum ekki hvað kveikti eldinn en hann kom upp í rusli. Þeir höfðu náttúrulega verið að vinna þarna við rafsuðu og slíkt og það gæti hafa hlaupið neisti í eitthvað.“

 

Tjónið hjá Jötunstáli er töluvert bæði vegna sóts og hita. Af ummerkjum má sjá að það varð greinilega mikil hitamyndun í húsnæðinu þó eldurinn yrði aldrei mikill. „Sennilega hafa orðið skemmdir á rafmagnstækjum og þau jafnvel ónýt. Allt rafmagn í húsnæðinu er ónýtt og þarf að endurnýja. Við vorum með brunatryggingu. Verkefnastaðan hjá okkur hefur verið góð, okkur gekk vel á síðasta ári. Nú vorum við að vinna í innréttingum fyrir nýtt hesthús. Þetta er áfall en við látum ekki bugast af þessu. Við ætlum okkur að vera komnir í rekstur aftur innan fárra daga, fyrst í þeim helmingi húsnæðisins sem slapp betur frá brunanum og síðan hinum megin,“ sögðu þeir félagar.   

 

Sjá einnig frétt og myndir frá brunanum í gær með því að smella hér.  

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is