Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
07. janúar. 2015 03:39

Traktorsgröfuhurðir Jónasar fundnar

Hurðir sem stolið var af traktorsgröfu sem stóð á bílastæði við Hernámssetrið í Hvalfirði í nóvember síðastliðinn eru fundnar. Í byrjun desember birti Skessuhorn frétt um þjófnaðinn bæði í blaðinu og á vefnum. Fréttin var mikið lesin og fór víða þar sem margir deildu henni á Facebook. Þetta leiddi beinlínis til þess að hurðirnar fundust.

 

„Grafan hafði staðið í eina til tvær vikur á bílastæðinu við Hernámssetrið á Hlöðum hér í Hvalfirði. Við höfðum lagt vélinni þar eftir að hafa notað hana í nágrenninu. Hún stóð þarna vegna þess að við höfðum ekki þörf fyrir að nota hana í nokkra daga. Einn morguninn voru hurðirnar svo horfnar,“ sagði Jónas Guðmundsson verktaki á Bjarteyjarsandi í samtali þá við Skessuhorn. Tjónið var tilfinnanlegt því nýjar hurðir kosta hátt í eina milljón króna komnar til landsins.

 

Nú um hátíðarnar komu hurðirnar svo í leitirnar í fórum manns sem býr sunnan Hvalfjarðar. Hann hafði tekið þær ófrjálsri hendi. Það var Sigurbjörn Hjaltason á Kiðafelli í Kjós sem fann þær eftir að hafa einmitt lesið fréttina um hvarf þeirra á vef Skessuhorns. „Já, ég var búinn að sjá fréttina og vissi af málinu og bar því kennsl á þær þegar ég sá þær þar sem ég var að leita að dekkjum sem ég saknaði,“ segir Sigurbjörn.

 

Sjálfur eigandi hurðanna, Jónas á Bjarteyjarsandi, er kampakátur með að hafa endurheimt þær. Hann átti ekki von á því að sjá neitt til þeirra meir en máttur nútíma fjölmiðlunar í bland við góðan og árvökulan nágranna í Kjósinni breytti því. „Ég var reyndar búinn að panta nýjar hurðir að utan. Þær eru í skipi á leið til landsins. Ég ætla að nota þær en gömlu hurðirnar fara til nýs eiganda vestur í Súgandafirði. Þær koma því að góðum notum fyrir rest,“ segir Jónas.

 

Málið telst þar með upplýst. Það er nú í höndum réttvísinnar sem ákveður frekara framhald.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is