Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
09. janúar. 2015 10:14

Stemning fyrir Þorrablóti Skagamanna - Miðar seldust upp á 74 mínútum

Löng biðröð hafði myndast við Íslandsbanka á Akranesi í morgun, löngu áður en bankinn var opnaður. Ástæðan var ekki skyndileg þörf íbúa fyrir hefðbundin bankaviðskipti, heldur hófst í morgun sala aðgöngumiða á Þorrablót Skagamanna sem fram fer 24. janúar næstkomandi í Íþróttahúsinu við Vesturgötu. Í fyrra seldist upp á blótið á 40 mínútum og var eftirspurnin svipuð að þessu sinni. Nú seldust allir 650 miðarnir í boði voru á 74 mínútum. Enn er þó hægt að kaupa miða á ballið á eftir. Það er Club71, öflugur árgangur Skagamanna, sem stendur fyrir blótinu nú sem undanfarin ár. Létt stemning var í bankanum í morgun og tilhlökkun lá í loftinu. Þrír þjónustufulltrúar í bankanum afgreiddu þetta frá tveimur og upp í tuttugu miða til hvers viðskiptavinar. Þegar korter var liðið höfðu 40 verið afgreiddir og að minnsta kosti 20 manns biðu. Rúmum klukkutíma síðar var allt uppselt eins og áður sagði. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is