Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Þriðji Óðinsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. janúar. 2015 03:13

Ágúst Júlíusson er íþróttamaður Akraness 2014

Ágúst Júlíusson sundmaður var á föstudaginn kjörinn íþróttamaður Akraness 2014. Samkoman fór fram í íþróttahúsinu við Jaðarsbakka að aflokinni þrettándabrennu og skemmtun á Þyrlupallinum. Ágúst Júlíusson hefur stundað sund frá unga aldri og margoft orðið Íslandsmeistari. Hann átti mjög gott ár í fyrra og er vel að heiðrinum kominn. Annar var Egill G Gunnarsson badmintonmaður og þriðja kylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir. Á samkomunni var Sturlaugur Sturlaugsson fráfarandi formaður ÍA sæmdur gullmerki Íþróttabandalags Akraness fyrir áratuga störf í þágu félagsins. Á samkomunni var íþróttafélögum sem áttu Íslandsmeistara á árinu, samkvæmt gildandi reglum, veitt peningaverðlaun frá Akraneskaupstað.

 

 

 

Gott ár hjá Ágústi

Ágúst Júlíusson setti á Íslandsmeistaramótinu í sundi Akranes- og Íslandsmet í 50 metra flugsundi í 50 m laug. Á sama móti varð hann í annar í 100m flugsundi, aðeins hársbreidd frá gullverðlaunum. Hann kom, sá og sigraði á ÍM 25. Þar synti hann mun betur en nokkurn hafði órað fyrir, nýrisinn upp úr meiðslum. Hann varð tvöfaldur Íslandsmeistari í 50m og 100m flugsundi og setti tvö Akranesmet. Hann var einnig mjög nálægt lágmörkum fyrir Heimsmeistaramótið í 25m laug í 50m flugsundi. Hann hefur oft farið til keppni erlendis fyrir Íslands hönd á sundferli sínum.

 

Önnur og þriðju verðlaun

Annar í kjörin varð badmintonmaðurinn Egill G. Gunnarsson. Egill er í A-landsliði Íslands og keppir fyrir ÍA í meistaraflokksmótum. Hann er annar á styrkleikalista Badmintonsambands Íslands í einliðaleik og í þriðja sæti í tvenndarleik. Egill komst í úrslit á öllum mótum ársins og tók þátt í undankeppni EM með A-landsliði Íslands.

Í þriðja sæti í kjörinu um Íþróttamann Akraness varð kylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir. Hún hefur verið í hópi fremstu kylfinga landsins undanfarin ár og hefur verið atvinnukylfingur undanfarin misseri eftir að hún lauk háskólanámi í Bandaríkjunum. Í sumar varð hún í þriðja sæti á Íslandsmótinu í höggleik. Nú tekur hún þátt í úrtökumótum erlendis í keppni um að komast á Evrópumótaröðina í golfi.

 

Hlaut gullmerki ÍA

Sturlaugur Sturlaugsson gullmerkishafi ÍA hóf feril sinn sem sundmaður hjá Sundfélagi Akraness og varð síðar þjálfari félagsins. Þá var hann formaður Sundfélags Akraness á árunum 1983-1990. Í kjölfar þess var hann kosinn í framkvæmdastjórn Íþróttabandalags Akraness og þar af formaður ÍA samfellt í 15 ár, frá 1999 - 2014. Sturlaugur hefur unnið ómetanlegt starf fyrir ÍA og verið ötull baráttumaður fyrir bættri aðstöðu til íþróttaiðkunar á Akranesi. Fyrir það var honum nú veitt gullmerki ÍA og sæmdarheitið heiðarsfélagi ÍA.

 

Eftirfarandi íþróttamenn voru tilnefndir af sínum félögum að þessu sinni:

 

Badmintonmaður ársins: Egill G. Guðlaugsson

Fimleikakona ársins: Ragna Dís Sveinbjörnsdóttir

Hestaíþróttamaður ársins: Svandís Lilja Stefánsdóttir

Hnefaleikamaður ársins: Guðmundur Bjarni Björnsson

Íþróttamaður Þjóts: Sigurður Smári Kristinsson

Karatekona ársins: Elsa María Guðlaugsdóttir

Kylfingur ársins: Valdís Þóra Jónsdóttir

Keilumaður ársins: Skúli Freyr Sigurðsson

Knattspyrnumaður ársins: Garðar Bergmann Gunnlaugsson

Knattspyrnukona ársins: Maren Leósdóttir

Knattspyrnumaður Kára: Ragnar Már Viktorsson

Kraftlyftingamaður ársins: Einar Örn Guðnason

Körfuknattleiksmaður ársins: Zachary Jamarco Warren

Sundmaður ársins: Ágúst Júlíusson

Vélhjólaíþróttamaður ársins: Björn Torfi Axelsson.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Dalabyggð

Framtíð Breiðafjarðar

Framleiðnisjóður Landbúnaðarins

Fram á völlinn

Grundarfjarðarbær

Fundaröð um vegamál á Vesturlandi

Grundarfjarðarbær

Bæjarstjórnarfundur

Dalabyggð

Sveitarstjórn Dalabyggðar - 181. fundur

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is