Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Náttmál. Fjórði Sunnudagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. janúar. 2015 04:56

Myndir: Helgi Guðjónsson kjörinn íþróttamaður Borgarfjarðar 2014

Í gær fór fram verðlaunaafhending vegna íþróttamanns Borgarfjarðar 2014. Helgi Guðjónsson íþróttamaður úr Reykholti hlaut titilinn að þessu sinni. Hann er aðeins 15 ára gamall, en einstaklega efnilegur og fjölhæfur íþróttamaður sem hefur skarað fram úr í sundi, frjálsum íþróttum, körfubolta og knattspyrnu. Sundið hefur hann þó lagt til hliðar vegna anna í ástundun hinna greinanna.  

 

Alls voru 11 íþróttamenn tilnefndir;

 

Aðalsteinn Símonarson. akstursíþróttamaður

Atli Steinar Ingason, hestamaður

Bjarki Pétursson, golfari

Brynjar Björnsson, dansari

Davíð Ásgeirsson, körfuknattleiksmaður

Einar Örn Guðnason, kraftlyftingamaður

Grímur Bjarndal Einarsson, frjálsíþróttamaður

Helgi Guðjónsson, knattspyrnu, körfuknattleiks og frjálsíþróttamaður

Konráð Axel Gylfason, hestamaður

Tinna Kristín Finnbogadóttir, skákkona

Viktor Ingi Jakobsson, knattspyrnumaður

 

Efstu 5 í kjörinu um íþróttamann ársins voru þessi:


5. sæti Einar Örn Guðnason kraftlyftingamaður
4.sæti Brynjar Björnsson dansari
3. sæti Aðalsteinn Símonarson akstursíþróttamaður
2. sæti Bjarki Pétursson golfari
1. sæti. Helgi Guðjónsson knattspyrnu, körfubolta og frjálsíþróttamaður.


 

Aðrar viðurkenningar og verðlaun sem UMSB veitti við þetta tækifæri voru maraþonbikarinn sem veittur er fyrir besta tímann í maraþonhlaupi á árinu. Stefán Gíslason hlaut þennan bikar sjötta árið í röð. Einnig voru veittar viðurkenningar til þeirra íþróttamanna sem valdir voru í landslið á árinu. Það voru þau;

 

Bjarki Pétursson - landslið í golfi

Brynjar Björnsson - landslið í dansi

Daði Freyr Guðjónsson - landslið í dansi

Harpa Hilmisdóttir landslið í badminton

Helgi Guðjónsson - landslið í körfubolta og knattspyrnu

Tinna Kristín Finnbogadóttir - landslið í skák

Þorgeir Þorsteinsson - landslið í körfubolta

Einar Örn Guðnason - landslið í kraftlyftingum

 

Hér fyrir ofan má fletta í ljósmyndum sem blaðamaður Skessuhorns tók við verðlaunaafhendinguna.  

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is