Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. janúar. 2015 09:45

Stolinn myndavélabúnaður kominn í leitirnar

Rannsóknar-lögreglumönnum á Akranesi tókst seint í gærkvöld að finna ljósmyndabúnaðinn sem stolið var í innbroti á heimili Alfons Finnssonar fréttaritara Skessuhorns í Snæfellsbæ síðdegis á laugardag sem leið.

 

Málið vakti mikla athygli og umfjöllun fjölmiðla í gær eftir að Skessuhorn birti frétt um þjófnaðinn á vef sínum aðfaranótt mánudagsins. Þjófnaðurinn hefði orðið Alfonsi til óbætanlegs tjóns ef búnaðurinn hefði ekki fundist því meðal hans var að finna harða diska með öllum ljósmyndum sem Alfons Finnsson hefur tekið á ferli sínum sem spannar nú orðið 30 ár.

 

Mikil leit hófst að búnaðinum strax í gærmorgun. Grunaður maður í málinu var handtekinn í Ólafsvík í gær og færður til yfirheyrslu. Í framhaldinu var farið með hann til Akraness. Þar héldu yfirheyrslur áfram. Í gærkvöldi játaði hann loks og samþykkti að vísa lögreglu á þýfið þar sem það var falið í Snæfellsbæ. Lögreglan á Akranesi fór með manninn vestur. Laust eftir miðnætti sýndi hann hvar búnaðurinn var. Farið var með tækin aftur til Akraness þar sem þau verða yfirfarin og skráð vegna frekari rannsóknar málsins.

 

"Ég vil þakka lögreglunni innilega fyrir frábæra frammistöðu. Þetta var árangur þess að lögreglusvæðin hafa verið sameinuð. Lögreglumenn á Snæfellsnesi, í Borgarnesi og á Akranesi unnu sleitulaust af fagmennsku og öryggi að lausn málsins. Það varð til þess að sá handtekni vísaði á þýfið enda höfðu fleiri vitni gefið sig fram sem höfðu séð hann með töskuna sem geymdi ljósmyndavélarnar og annan búnað sem hann tók. Ekki er annað að sjá en allt sé í lagi en ég veit það frekar þegar ég fæ tækin í hendur," segir Alfons Finnsson. Hann er kominn aftur heim til Ólafsvíkur eftir stutta sjúkrahússvist í Reykjavík vegna rifbeinsbrots. Í nótt fór Alfons á lögreglustöðina í Ólafsvík þar sem hann bar kennsl á búnaðinn sinn.

 

"Ég hef orðið var við mikinn stuðning almennings í þessu máli. Fjölmargir hafa hringt í mig. Fréttum um þjófnaðinn með myndum af vélunum var dreift af fjölda manns á Facebook. Ég vil koma á framfæri innilegum þökkum til allra sem lögðu hér hönd á plóg. Þessi stuðningur og hjálp var ómetanleg," segir Alfons.  

 

Smellið hér til að sjá frétt gærdagsins um málið á vef Skessuhorns.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is