Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. janúar. 2015 03:58

Ráðuneytið staðfestir stöðvun á sölu mjólkur og sláturgripa

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur staðfest ákvörðun Matvælastofnunar að stöðva markaðssetningu mjólkur og sláturgripa frá kúabúi í Vesturumdæmi. „Matvælastofnun stöðvaði haustið 2013 til bráðabirgða markaðssetningu eftir að stofnuninni hafði verið meinað að framkvæma eftirlit á bænum. Stöðvunin var síðan afturkölluð nokkrum dögum síðar eftir að stofnuninni var gert kleift að framkvæma eftirlit með starfsstöðinni. Hin tímabundna stöðvun var kærð til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis vegna þess tjóns sem bóndinn taldi sig hafa orðið fyrir. Með úrskurði sínum staðfesti ráðuneytið hins vegar umrædda ákvörðun Matvælastofnunar.“ Frá þessu er greint í tilkynningu frá Mast.

Í úrskurði ráðuneytisins segir að matvælafyrirtækjum sé skylt að veita opinberum eftirlitsaðilum óhindraðan aðgang til eftirlits á þeim stöðum þar sem framleiðsla eða dreifing matvæla á sér stað.  Eftirlitsaðili getur komið til eftirlits hvenær sem er.  Matvælastofnun var skylt að framkvæma eftirlit á þessu býli og bóndanum var skylt að aðstoða starfsmenn stofnunarinnar við framkvæmd eftirlitsins.  Kærandi fékk svigrúm til að heimila eftirlitið en kom í veg fyrir það.

„Matvælastofnun gætti meðalhófs og braut ekki rannsóknarreglu stjórnsýslulaga með framgöngu sinni, enda tálmaði framferði bóndans eftirlitsskyldur Matvælastofnunar. Ákvörðun Matvælastofnunar fól í sér bráðabirgðaráðstöfun þar til unnt var að framkvæma eftirlitið. Matvælastofnun felldi síðan bráðabirgðaákvörðun sína úr gildi þegar eftirlit hafði farið fram á býlinu, enda byggði sú ákvörðun á að tryggt væri að gæði, öryggi og hollusta afurða sem og merkingar þeirra væru réttar og fullnægjandi.“

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is