Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
15. janúar. 2015 12:01

Sjónvarp Skessuhorns brátt í loftið á ÍNN

Sjónvarp Skessuhorns verður heiti nýs mannlífs- og atvinnuþáttar sem hefur göngu sína á sjónvarpsstöðinni ÍNN miðvikudaginn 28. janúar næstkomandi. Gerður hefur verið samningur um framleiðslu tólf hálf tíma þátta sem sýndir verða öll miðvikudagskvöld fram í miðjan apríl á ÍNN og endursýndir oft. Í þáttunum verður lögð áhersla á fjölbreytt mannlífs,- menningar- og atvinnutengt efni af öllu Vesturlandi. Ritstjóri þáttanna er Magnús Magnússon en um dagskrárgerð sjá fréttamenn Skessuhorns. Magnús Þór Hafsteinsson blaðamaður Skessuhorns hefur talsverða reynslu af útvarps- og sjónvarpsfréttagerð, starfaði meðal annars um árabil sem fréttaritari RUV í Noregi. Hann mun vera burðarás í fréttatengdu efni í þættina, þótt fleiri komi við sögu. Myndataka og vinnsla verður í höndum Friðþjófs Helgasonar, reynslubolta á sviði ljósmynda- og kvikmyndatöku. Þórarinn Ingi Tómasson mun einnig koma að klippingu, hljóð- og grafískri vinnslu.

 

 

„Ef vel tekst til gerum við ráð fyrir að um góða kynningu verði að ræða fyrir Vesturland og erum spennt að prófa nýja hluti. Blaðamenn okkar eru á ferð og flugi um landshlutann alla daga og því ljóst að nýta má ferðir, búnað og aðstöðu betur. Óvissan er kannski fyrst og fremst sú að samþætta án árekstra nýjan miðlunarmáta við blað og vef. Sumt af því efni sem við erum að vinna með passar reyndar betur í sjónvarp og svo öfugt,“ segir Magnús Magnússon ritstjóri.

 

Hann segir að rennt sé blint í sjóinn með fjármögnun þáttanna, en fyrirkomulag í samningi við ÍNN er einfaldlega þannig að verktakar í þáttagerð sjá alfarið um fjármögnun þeirra. „Við munum bjóða auglýsingar á viðráðanlegu verði og er markmiðið til að byrja með að ná að selja upp í kostnað. „Viðtökur fyrirtækja og stofnana hér á Vesturlandi við boði um auglýsingakaup mun alfarið ráða því hvort við framleiðum fleiri en þessa tólf þætti. Að því leyti erum við að velta boltanum til samfélagsins hér á Vesturlandi. Við eigum ekki sífellt að vera að bíða eftir því að það komi fjölmiðlamenn að sunnan til að fjalla um málefni landshlutans. Þar eigum við að geta gert betur,“ segir Magnús.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is