Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Mánadagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. janúar. 2015 10:44

Margir kynntu sér væntanlegan náttúrupassa á fundi í Borgarnesi

Söguloftið á Landnámssetrinu í Borgarnesi var þéttskipað síðdegis í gær. Ragnheiður Elín Árnadóttir ráðherra atvinnuvega- og nýsköpunar mætti þar á fund til að gera grein fyrir tillögum að náttúrupassa og skiptast á skoðunum við heimafólk. Ráðherra fór vel yfir málið og þær hugmyndir og áform sem liggja að baki náttúrupassanum. Hann er hugsaður sem tekjustofn til að standa undir brýnum og nauðsynlegum framkvæmdum á fjölförnum ferðamannastöðum, sem og stuðla að því að íslenskri náttúru verði skilað í sem besta horfi til komandi kynslóða. Ráðherra kvaðst vongóð um að almenn sátt væri að myndast um náttúrupassann í þinginu en væntanlega myndu tillögur um hann taka einhverjum breytingum á næstunni, til að mynda vegna þeirra sjónarmiða sem komið hefðu fram hjá fólki á fundum víðsvegar um land að undanförnu. Ráðherra sagði mjög mikilvægt að samstaða ríkti um þetta mál en stefnt væri að því að frumvarp um náttúrupassa verði þingfest seinna í þessum mánuði.

 

 

Skiptar skoðanir voru um náttúrupassann á fundinum í gær og mjög margar fyrirspurnir frá breiðum aldurshópi bárust til ráðherrans sem veitti greinargóð svör. Umræðan einkenndist talsvert af vantrú fólks á því að peningarnir sem fengjust af náttúrupassanum myndu nýtast til þeirra verkefna sem þeim er ætlað samkvæmt frumvarpinu. Þetta er sami tónn og á öðrum fundum um málið að undanförnu og virðist sem landsmenn almennt séu brenndir af því að stjórnvöld um tíðina hafi ekki staðið nægjanlega vörð um markaða tekjustofna, svo sem bensíngjald, útvarpsgjald og fleira. Fundarmenn voru þeirrar skoðunar að vernda þyrfti íslenska náttúru og tímabært væri að bregðast við auknum ferðamannastraumi til landsins. Margir vildu fara aðrar leiðir til að afla þeirra peninga og reyndar ætti ríkisvaldið allt eins að geta varið hluta stóraukinna tekna af ferðamönnum til úrbóta á ferðamannastöðum.

 

Nefnt var að betra væri að ná þessum tekjum svo sem í gegnum komugjöld til landsins, til dæmis af flugmiðum. Ráðherra hélt því til haga í sínum svörum að ekki hefði tekist að halda í horfinu með úrbætur á ferðamannastöðum vegna þess að markaða tekjustofna vantaði til þess og ljóst að á næstunni yrði barátta um fjármagn milli málaflokka mikil, meðal annars vegna aukinna útgjalda til heilbrigðismála.

 

Ragnheiður Elín nefndi sem aðalrök fyrir náttúrupassa að þetta væri sú leið sem mismunaði ekki erlendum og innlendum ferðamönnum, eins og t.d. gjald af flugmiðum myndi gera. Sterk rök með náttúrupassanum sem nefnd voru á fundinum voru þau að langstærstur hluti teknanna kæmi frá ferðamönnum hingað til lands og með honum myndi nást til hópa sem lítið hafi verið að skila í ríkiskassann til þessa, svo sem farþega skemmtiferðaskipa.

 

Í næstu viku verður ítarlega sagt frá fundinum í Skessuhorni.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is