Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
15. janúar. 2015 08:01

Fáir Vestlendingar misstu bótarétt

Í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar, sem lagt var fram í september síðastliðnum og samþykkt skömmu fyrir jól, kom fram að stytta ætti rétt atvinnuleitenda til atvinnuleysistrygginga um sex mánuði. Lagabreytingin átti sér stað um áramótin og er nú einungis heimilt að greiða atvinnuleysistryggingar samtals í 30 mánuði í stað 36. Bótatímabilinu hefur verið breytt nokkrum sinnum á undanförnum árum. Það var þrjú ár, lengt í fjögur ár 2011 og svo stytt aftur í þrjú ár 2013. Nú hefur það verið stytt um hálft ár til viðbótar. Breytingin átti við um alla atvinnuleitendur sem tryggðir eru innan atvinnuleysistryggingakerfisins. Á landinu öllu misstu tæplega fimmhundruð manns bætur vegna þessa. Þeir sem ekki geta framfleytt sér án atvinnuleysistryggingarinnar þurfa því nú að sækja um fjárhagsaðstoð frá sveitarfélögum.

Ekki mikil áhrif á Akranesi

Atvinnuleysi hefur sveiflast mjög á undanförnum árum. Fyrir hrun var það undir einu prósenti en fór upp undir tíu prósent í hámarki kreppunnar. Undanfarið hefur dregið hratt úr því og í nóvember var skráð atvinnuleysi á öllu landinu komið niður í rúm þrjú prósent eða 5.430 atvinnulausa. Minnsta atvinnuleysið hér á landi mældist á Vesturlandi, einungis 1,9% eða 145 atvinnulausir. Þar af voru 95 atvinnulausir á Akranesi, sem jafnframt er fjölmennasta sveitarfélagið í landshlutanum. Níu atvinnuleitendur misstu rétt sinn til atvinnuleysisbóta um áramótin á öllu Vesturlandi. Þar af voru sex á Akranesi. Að sögn Regínu Ásvaldsdóttur bæjarstjóra á Akranesi hefur lagabreytingin takmörkuð áhrif á Akraneskaupstað. „Þetta er að sjálfsögðu mjög erfitt fyrir þá einstaklinga sem eiga hlut að máli, en samkvæmt reglunum okkar þá er það ekki þannig að allir eigi sjálfkrafa rétt á fjárhagsaðstoð. Hún ákvarðast einnig af tekjum maka,“ segir Regína. Þá hefur breytingin einnig áhrif á þá sem eiga rétt á fjárhagsaðstoð, enda lækka ráðstöfunartekjur heimilisins við breytinguna. Atvinnuleysis bætur eru 184.188 kr. á mánuði miðað við 100% bótarétt en fjárhagsaðstoð til einstaklinga 18 ára og eldri getur numið allt að 139.917 kr.

 

Nánar er fjallað um málið í Skessuhorni vikunnar.

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is