Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Mánadagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
15. janúar. 2015 09:01

Fimm nýjar dísilrafstöðvar auka öryggi í Hvalfjarðargöngunum

Spölur hefur keypt fimm dísilrafstöðvar til að sjá Hvalfjarðargöngum fyrir orku ef rafmagnslaust verður þar af einhverjum ástæðum. Stöðvarnar voru prófaðar á vettvangi að morgni laugardags 10. janúar. Öryggið eykst því enn í Hvalfjarðargöngum, en á dögunum var skírt frá því að öryggi í göngunum hafi aukist tvöfalt frá árinu 2007. Í tilkynningu á heimasíðu Spalar segir að ef rafmagn fari af göngunum kvikni sjálfvirkt neyðarlýsing sem tengd er rafgeymum með orkuforða upp á um eina klukkustund. Einu sinni á rekstrartíma ganganna, frá því sumarið 1998, hefur komið fyrir að loka þyrfti göngunum vegna rafmagnsleysis. Ástæðan var bilun í tengivirki á Brennimel og orkan fyrir neyðarlýsinguna var uppurin áður en straumur komst á að nýju.

 

 

Fyrr í vetur samþykkti stjórn Spalar að gera ráðstafanir til að tryggja betur rekstur ganganna og þar með öryggi vegfarenda og samgangna, með því að kaupa dísilrafstöðvar til að grípa til í rafmagnsleysi. Stöðvarnar kosta alls um sjö milljónir króna að meðtöldum kostnaði við að koma þeim fyrir og tengja. Nýju rafstöðvarnar eru alls fimm, þar af ein færanleg á hjólum en hinar fjórar fastar á jafnmörgum stöðum á spennistöðvum í og við göngin. Langöflugasta rafstöðin er í dælustöðinni við Guðlaug í botni ganganna. Stöðvarnar voru prófaðar að morgni síðastliðins laugardags. Þar gekk flest að óskum en minni háttar hnökrar, sem í ljós komu, verða lagfærðir núna í vikunni. Ef rafmagn fer af göngunum hér eftir fara starfsmenn á bakvakt Meitilsins á Grundartanga, þjónustufyrirtækis sem Spölur hefur samning við, strax í að gera ráðstafanir til að ræsa dísilrafstöðvarnar. Raforkan, sem nýju stöðvarnar framleiða, dugir fyrir rekstur gjaldskýlisins, lýsingu við akbrautir, öryggismyndavélar og símkerfi og til að knýja vatnsdælu í botninum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is