Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
15. janúar. 2015 01:01

Auglýst vegna nýrra sviðsstjórastarfa hjá Borgarbyggð

Seint á síðasta ári var sagt frá því að verulegar breytingar væru fyrirhugaðar í yfirstjórn Borgarbyggðar. Eru þær hugsaðar til að spara í rekstri sveitarsjóðs, m.a. til að uppfylla lagaskyldur um samanlagða jákvæða rekstrarafkomu sveitarsjóðs á þriggja ára tímabili. Meðal aðgerða sem ákveðið var að ráðast í var að störfum sviðsstjóra yrði fækkað, uppsagnir voru því innan Ráðhúss, tilfærslur gerðar á störfum og víðtæk endurskipulagning. Sú vinna er hafin og hefur Borgarbyggð nú auglýst eftir fólki í tvö leiðtogastörf. Í Skessuhorni sem kom út í gær er auglýst eftir sviðsstjóra fjölskyldu- og fjármálasviðs annars vegar. Sá mun hafa yfirumsjón með fjármálum, stjórnsýslu, fræðslumálum, íþrótta- og tómstundamálum, félagsþjónustu og menningarmálum. Hins vegar er auglýst eftir sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs sem hefur yfirumsjón með umhverfis-, hreinlætis- og sorpmálum, umferðar- og samgöngumálum, skipulags- og byggingarmálum, landbúnaðarmálum, fasteignaumsjón og áhaldahúsi, brunamálum og almannavörnum.  

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is