Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
15. janúar. 2015 09:30

Snæfellskonur ekki sannfærandi en sigruðu þó KR

Þrátt fyrir mjög góða byrjun áttu Snæfellskonur í basli með KR þegar liðin mættust í Dominosdeildinni í Hólminum í gær. Snæfell vann fimm stiga sigur, 63:58, og er liðið því sem fyrr í góðri stöðu á toppi deildarinnar. Snæfell komst strax í 6:0 með þristum frá þeim systrum Berglindi og Gunnhildi Gunnarsdætrum. Ekkert gekk upp hjá gestunum í upphafi leik og staðan eftir fyrsta leikhluta var 22:7 fyrir Snæfell. KR stúlkur náðu sér á strik þegar leið á annan leikhluta og tíu stigum munaði á liðunum í hálfleik í stöðunni 33:23 fyrir Snæfelli. Liðin voru ekki að spila vel í þriðja leikhluta en heimakonur voru þó heldur betri og leiddu með 48:34 fyrir lokaleikhlutann. KR stúlkur voru ekki á því að gefast upp og undir lokin náðu þeir að minnka muninn í fjögur stig, 59:55. Lengra komust þær ekki og lokatölur eins og áður sagði 63:58 fyrir Snæfell.

 

 

Hjá Snæfelli var Kristen McCarthy með 20 stig og 12 fráköst. Gunnhildur Gunnarsdóttir kom næst með 13 stig, 6 stoðsendingar og 6 stolna bolta. Hildur Sigurðardóttir skoraði 9 stig og tók 12 fráköst, Berglind Gunnarsdóttir skoraði einnig 9 stig, Helga Hjördís Björgvinsdóttir og Hugrún Eva Valdimarsdóttir 4 stig hvor og þær Rebekka Rán Karlsdóttir og Alda Leif Jónsdóttir 2 stig hvor.

 

Í næstu umferð sækja Snæfellskonur Val heim á Hlíðarenda og fer leikurinn fram miðvikudagskvöldið 21. janúar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is