Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
15. janúar. 2015 11:19

Dalamenn brýna stjórnvöld til dáða í lagningu jarðstrengja

Fyrir liggur að Alþingi hefur ráðstafað 300 milljónum króna á þessu ári til að hefja ljósleiðaravæðingu landsins, en samtals er áætlað að til að ljósleiðaravæða meginþorra dreifbýlis landsins muni það kosta um sex milljarða króna. Einnig eru stjórnvöld að láta kanna hagkvæmni þess að samhliða lagningu ljósleiðara verði raflínum komið í jörð þar sem það gæti reynst hagkvæmt. Byggðarráð Dalabyggðar hefur nú sent starfshópi um alþjónustu í fjarskiptum bréf varðandi ljósleiðaravæðingu dreifbýlis í Dalabyggð. Byggðarráð bókaði á fundi síðastliðinn þriðjudag að ráðið fagnaði orðum forsætisráðherra í áramótaávarpi til þjóðarinnar þar sem fram kemur að á árinu 2015 verði hafist handa við átaksverkefni við ljósleiðaravæðingu alls landsins. Tekið er undir orð ráðherrans að um sé að ræða eitt stærsta framfaramál sem hægt sé að ráðast í til að styrkja innviði og byggðir landsins.

 

 

Byggðarráð Dalabyggðar minnir jafnframt á bókun sveitarstjórnar frá apríl á síðasta ári um sama mál. Þar sagði m.a: “Sveitarstjórn ályktar að raunhæft ætti að vera að tengja þá 1.700 staði/lögheimili sem liggja utan svokallaðra markaðssvæða [á Íslandi] á fimm árum. Sveitarstjórn hvatti jafnframt til þess að ríkisstofnanir og félög í ríkiseigu taki höndum saman og leiti hagkvæmra leiða til að koma fjarskipta- og rafmagnsmálum dreifbýlisins í gott horf svo sem með því að sameinast um lagningu jarðstrengja.

 

Skógarstrandarleiðari

„Byggðarráð minnir á að Dalir hafa oft og einatt mætt afgangi í uppbyggingu dreifikerfa á landsvísu svo sem varðandi lagningu jarðsíma og rafveitna á sínum tíma. Brýnt er að það sama verði ekki uppi á teningnum varðandi uppbyggingu ljósleiðarakerfis enda liggur fyrir að byggðin í Dölum á mjög undir högg að sækja m.a. vegna lélegra fjarskipta.“

Byggðarráð óskar því eftir fundi með starfshópi um alþjónustu í fjarskiptum. Jafnframt er minnt á að til að auka tengiöryggi ljósleiðara sé bent á að hringtengja þurfi landssvæði. „Í þeirri umræðu hlýtur að koma til álita að leggja ljósleiðara um Skógarströnd til að Snæfellsnes sé ekki háð einum streng. Við undirbúning „Skógarstrandarleiðara“ er mikilvægt að gera ráð fyrir tengipunktum fyrir byggðina á Skógarströnd til að hagkvæmara verði að tengja byggðina þegar þar að kemur,“ segir í ályktun byggðarráðs Dalabyggðar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Framleiðnisjóður Landbúnaðarins

Fram á völlinn

Grundarfjarðarbær

Fundaröð um vegamál á Vesturlandi

Grundarfjarðarbær

Bæjarstjórnarfundur

Dalabyggð

Sveitarstjórn Dalabyggðar - 181. fundur

Grundarfjarðarbær

Gjöf frá Lionsklúbbi Grundarfjarðar

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is