Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
15. janúar. 2015 02:01

Mikill niðurskurður til Fjölbrautaskóla Snæfellinga

Stjórnendur Fjölbrautaskóli Snæfellinga í Grundafirði sjá fram á að vegna niðurskurðar í fjárlögum þurfi að fækka fjarnemum í skólanum um nærri helming nú í byrjun vorannar. Björg Ágústsdóttir formaður stjórnar FSN segir niðurskurðinn einkum byggja á tveimur forsendum. Annars vegar er nemendaígildum við skólann fækkað úr 185 í 151 eða um 18,4%. Nemendaígildin eru nemendakvóti skólans sem fjárframlög hans byggjast á. Ekkert fæst fyrir að mennta nemendur „umfram kvóta“. Fækkunin tengist annarri forsendu; þeirri að skólinn eigi að einbeita sér að kjarnastarfsemi framhaldsskóla, sem sé að mennta dagskólanemendur á hefðbundnum framhaldsskólaaldri, það er undir 25 ára. Skólinn eigi því ekki að sækjast eftir dreif- og fjarnemendum. Þetta og fleira kemur fram í grein Bjargar sem birt er í Skessuhorni vikunnar og hér á síðunni undir aðsendar greinar.

 

 

Tíu ára afmæli Fjölbrautaskóla Snæfellinga var fagnað á síðasta ári. Björg segir m.a. í grein sinni að skólinn hafi orðið að veruleika fyrir samstöðu og framsýni heimamanna, stuðning og atbeina þingmanna og góðan undirbúning ráðuneytis menntamála þegar ákvörðun um skólastofnun lá fyrir. Frá 2007 hefur FSN rekið fjarnámsdeild á sunnanverðum Vestfjörðum sem nú telur hátt í 40 nemendur og er skólanum mikið kappsmál að standa faglega að þeirri starfsemi. „FSN byggir á hugmyndafræði sem frá upphafi var úthugsuð: Skólinn átti að verða leiðandi í að hagnýta upplýsingatækni, m.a. til fjar- og dreifnáms og leggja áherslu á sveigjanleika og einstaklingsbundið nám. Þetta hefur í megindráttum tekist þó marga dreymi um að taka enn stærri og metnaðarfyllri skref,“ segir Björg Ágústsdóttir.

 

Jón Eggert Bragason skólameistari segir þetta mikið bakslag og margra ára þróunarstarf sé í húfi. Hann býst við að þessi fækkun nemenda þýði að hlutastörfum við skólann fjölgi þar sem einhverjum námsgreinum verði ekki lengur sinnt í fullu starfi. Það leiði aftur til þess að erfiðara verði að ráða kennarar til starfa. Jón Eggert segir enga kennara flytja út á land til að vinna í 50% starfi. Fjölbrautaskóli Snæfellinga er hluti af Fjarmenntaskólanum, samstarfsneti tólf framhaldsskóla á landsbyggðinni.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Framleiðnisjóður Landbúnaðarins

Fram á völlinn

Grundarfjarðarbær

Fundaröð um vegamál á Vesturlandi

Grundarfjarðarbær

Bæjarstjórnarfundur

Dalabyggð

Sveitarstjórn Dalabyggðar - 181. fundur

Grundarfjarðarbær

Gjöf frá Lionsklúbbi Grundarfjarðar

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is