Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Mánadagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
19. janúar. 2015 08:01

Samþykkja staðsetningu hraðhleðslustöðvar á Akranesi

Skipulags- og umhverfisráð Akraneskaupstaðar samþykkti á fundi sínum síðastliðinn fimmtudag fyrir sitt leyti hugmyndir að staðsetningu hraðhleðslustöðvar fyrir rafbíla. Sá staður er bílastæðin við verslunarmiðstöðina á Dalbraut 1. Orka Náttúrunnar (ON) hefur stefnt að uppsetningu hraðhleðslustöðvar á Akranesi að því gefnu að finnist áhugasamur samstarfsaðili á svæðinu. Fyrirtækið fór í verkefnið að beiðni bæjaryfirvalda á Akranesi. Fyrsta hraðhleðslustöðin við þjóðveginn var opnuð í Borgarnesi síðasta sumar, en áætlað var að ON myndi opna tíu stöðvar á síðasta ári, flestar á höfuðborgarsvæðinu. Akranes þykir henta vel út frá markmiðum verkefnisins og með tilliti til vegalengdar frá öðrum hraðhleðslustöðvum ON. Nú þegar eru t.d. nokkrir rafbílaeigendur á Akranesi sem nota bíla sína til ferða til og frá vinnu á höfuðborgarsvæðinu. Allar áætlanir gera ráð fyrir að rafbílum muni fjölga mikið hlutfallslega á næstu misserum, einkum þar sem hleðslur þeirra duga til aksturs lengri vegalengda en áður.

 

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is