Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. janúar. 2015 02:01

Segir gaman að geta byrjað í starfi með bættri löggæslu

Öryggi íbúanna eru eitt af stóru velferðarmálunum í samfélagi okkar. Löggæslumálin eru þar ofarlega á blaði. Um síðustu áramót áttu sér stað breytingar á þeim málum á Vesturlandi, samhliða breyttri skipan lögregluumdæma í landinu. Nýr lögreglustjóri fyrir Vesturland er Úlfar Lúðvíksson sem verður með aðsetur í Borgarnesi. Blaðamaður Skessuhorns hitti Úlfar á dögunum þar sem meðal annars var forvitnast um nýjar útfærslur í löggæslumálunum. Skoðun Úlfars er að þetta nýja skipulag boði byltingu í löggæslu á Vesturlandi og má taka undir þau orð. „Það er gaman að geta byrjað í þessu starfi með bættri löggæslu, með því að taka upp sameiginlega sólarhringsvakt í Borgarnesi og á Akranesi “ segir Úlfar. Þannig verða fjórir lögreglumenn á hverjum tíma saman á vakt í almennri deild, tveir í Borganesi og tveir á Akranesi. „Liðsafli verður góður en þrír rannsóknalögreglumenn eru við störf á Akranesi, yfirlögregluþjónn og dagmaður. Í Borgarnesi er jafnframt yfirlögregluþjónn og dagmaður. Ég stend og fell með þessari breytingu, sólarhringsvakt á þessu svæði er komin til að vera. Hún styrkir jafnframt löggæslu í Dalasýslu og á Snæfellsnesi það er ekki nokkur spurning,“ segir Úlfar.

 

Nánar er spjallað við Úlfar í Skessuhorni sem kom út í dag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is