21. janúar. 2015 03:06
Menntamálaráðherra hefur sett fram þá hugmynd að sameina Landbúnaðarháskóla Íslands, Háskólann á Bifröst og Háskólann á Hólum í nýrri sjálfseignarstofnun. Þetta varð opinbert eftir að Björn Þorsteinsson rekstor Landbúnaðarháskóla Íslands sendi starfsmönnum skólans tölvupóst í gær. Í bréfinu kemur fram að Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra hafi sett fram þá hugmynd að búin verði til ný sjálfseignarstofnun þar sem sameinaðar verði fyrrgreindir skólar. Í menntamálaráðuneytinu er unnið að úttekt á háskólakerfinu í heild, en fram hefur komið hjá Illuga Gunnarssyni sú skoðun hans að háskólar í landinu séu of margir. Það var fréttavefurinn ruv.is sem greindi frá.