Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
23. janúar. 2015 06:01

Kveðst fullur tilhlökkunar að hefja preststörf á Akranesi

Eins og komið hefur fram í fréttum á skessuhorn.is var niðurstaða valnefndar Garðaprestakalls á Akranesi að mæla með því að séra Þráinn Haraldsson verði skipaður prestur á Akranesi við hlið séra Eðvarðs Ingólfssonar. Hefur séra Agnes M Sigurðardóttir biskup Íslands staðfest þá niðurstöðu. Þráinn Haraldsson er fæddur í Reykjavík árið 1984 og uppalinn í Breiðholti. Hann er það sem kallað er borgarbarn en í samtali við blaðamann Skessuhorns sagðist hann vera fullur eftirvæntingar að takast á við prestsstarfið og lífið á Akranesi. Þráinn er kvæntur Ernu Björk Harðardóttur, hjúkrunarfræðingi og ætla hjónin að flytjast búferlum á Skagann, ásamt tveimur ungum börnum sínum, þegar Þráinn tekur við starfinu. „Við hlökkum til að flytja á Akranes. Konan mín á ættir að rekja á Skagann og bjó þar í eitt ár sem barn. Hún gekk í Grundaskóla í einn vetur og lætur vel af honum,“ segir nýi Akranesspresturinn í samtali við Skessuhorn.

 

 

Þráinn útskrifaðist úr guðfræðideild Háskóla Íslands vorið 2009, þá einungis 25 ára gamall. Hann hefur undanfarin fjögur ár verið starfandi prestur í Álasundi í Noregi. Þegar hann var vígður til að fara til Noregs var hann yngsti vígði prestur þjóðkirkjunnar. Að sögn Þráins hefur ein jafnaldra hans verið vígð til prests síðan þá, en hún er nú búsett í Svíþjóð. Þráinn verður því yngsti starfandi prestur þjóðkirkjunnar þegar hann tekur við starfinu í Garðaprestakalli í vor. Það má til gamans nefna að þá verða tveir yngstu prestar landsins starfandi á Vesturlandi. Hinn er sr. Páll Ágúst Ólafsson, sóknarprestur í Staðastaðarprestakalli á Snæfellsnesi. Þráinn reiknar með því að koma til starfa í byrjun maímánaðar en segir nákvæmar dagsetningar þó ekki alveg frágengnar.

 

Nánar er rætt við séra Þráinn í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is