Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
23. janúar. 2015 01:52

Banaslys rakið til of hraðs aksturs og framúrkeyrslu

Rannsóknanefnd samgönguslysa gaf í dag út skýrslu um banaslys sem varða á Akranesi 16. maí 2013. 51 árs gamall ökumaður bifhjóls lést á sjúkrahúsi um kvöldið í kjölfar þess að hann missti stjórn á hjóli sínu og ók út í urð á mótum Faxabrautar og Jaðarsbrautar. Í skýrslu nefndarinnar segir m.a: „Ökumaður bifhjóls ók austur Faxabraut á Akranesi um miðjan dag. Veður var gott, þurrt, bjart og norðaustan gola. Faxabraut liggur í austur frá höfninni og er nokkuð bein þar til rétt fyrir gatnamót við Jaðarsbraut en þá beygir hún til norðurs. Ökumaður bifhjóls tók fram úr fólksbifreið áður en hann kom að hraðatakmarkandi koddum í götunni og miðeyju. Samkvæmt vitnum virtist ökumaður bifhjólsins fipast við aksturinn þegar hann ók yfir hraðahindrunina, en náði að halda stjórn á hjólinu þar til hann kom að vinstri beygju sem er 50 metrum austan við hindrunina. Þegar bifhjólið kom að beygjunni hemlaði ökumaðurinn og afturhjólbarði hjólsins læstist. Greina mátti 18 metra hemlaför á veginum sem enduðu við gangstéttarbrún.“ Í skýrslunni kemur m.a. fram að hjólinu hafi verið ekið á a.m.k. 71 km hraða. Ökumaðurinn var ekki undir áhrifum lyfja eða fíkniefna og var með hjálm og klæddur hlífðarfatnaði. Nefndin segir orsakagreiningu benda til ógætilegs frumúraksturs og of hraðs aksturs.

 

 

Að endingu bendir rannsóknanefndin á: „Rannsóknarnefnd samgönguslysa bendir á mikilvægi þess fyrir ökumenn bifhjóla að þjálfa sig reglulega í viðbrögðum við hættulegum aðstæðum. Mikil hætta skapast ef ökumaður bifhjóls hemlar þannig að hjól læsast, þegar hjólin hætta að snúast missir ökumaður jafnvægið og hjólið fellur yfirleitt fljótlega á hliðina. Eins er mikilvægt fyrir ökumenn þessara ökutækja að þjálfa vel notkun á framhemlum. Mun meiri hemlun næst með því að nota framhemilinn, en líkur eru á að ökumaðurinn í þessu slysi hafi ekki beitt framhemli. Þess ber þó að geta að mun hættulegra er að læsa framhjólbarða en þeim aftari, en regluleg þjálfun í að beita báðum hemlum gerir ökumenn færari í að hemla örugglega án þess að hjólin læsist.“

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Framleiðnisjóður Landbúnaðarins

Fram á völlinn

Grundarfjarðarbær

Fundaröð um vegamál á Vesturlandi

Grundarfjarðarbær

Bæjarstjórnarfundur

Dalabyggð

Sveitarstjórn Dalabyggðar - 181. fundur

Grundarfjarðarbær

Gjöf frá Lionsklúbbi Grundarfjarðar

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is