Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
25. janúar. 2015 06:49

Fjallvegum lokað og fólk í vanda við og á Holtavörðuheiði

Illviðri hefur gengið yfir Vesturland og norðanvert landið nú síðdegis. Hátt í 40 bílar sitja nú fastir á Holtavörðuheiði.

 

Björgunarsveitarfólk hefur orðið að hjálpa fólki niður af heiðinni sem hefur þá neyðst til að yfirgefa bíla sína sem sitja fastir. Til að veita fólkinu húsaskjól hefur verið sett upp hjálparstöð í Háskólanum á Bifröst í Borgarfirði. Borgarfjarðardeild Rauða krossins veitir fólkinu aðhlynningu þar. Staðarskáli í Hrútafirði er fullsetinn fólki sem ekki hefur komist leiðar sinnar yfir Holtavörðuheiði og bíður þess að vegurinn opnist aftur.

 

Vegurinn um Holtavörðuheiði er nú lokaður og verður það fram eftir kvöldi. Vegurinn er einnig lokaður um Bröttubrekku og Þröskulda. Víða er erfið færð og ekkert ferðaveður nema brýna nauðsyn beri til. Veðurspár herma að það lægi með kvöldinu.

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is