Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Mánadagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
26. janúar. 2015 10:27

HB Grandi kaupir kælibúnað og flutningakerfi í þrjú ný skip

Samningar voru á föstudaginn undirritaðir á milli HB Granda og Skagans á Akranesi og 3X Technology á Ísafirði um nýjan og byltingarkenndan vinnslu- og lestarbúnað í skipin Engey RE, Akurey AK og Viðey RE, nýja ísfisktogara félagsins sem verða smíðaðir á næstu misserum í Tyrklandi. Samningarnir byggja á þróunarsamstarfi HB Granda við félögin á undanförnum árum og eru tveir. Annars vegar eru þeir um búnað á vinnsludekki og hins vegar um sjálfvirkt flutningakerfi á körum. Verðmæti samningana er um 1.190 milljónir króna. Tækni þessi og búnaður byggir á rannsóknum, hönnun og þróun búnaðar á vinnsludekki og í lest með það að markmiði að auka verulega nýtingu og gæði fisks, ásamt því að lágmarka kostnað og bæta vinnuaðstöðu sjómanna. Búnaður á vinnsludekki er jafnframt hannaður þannig að sérstök áhersla er lögð á aðstöðu til nýtingar slógs, lifrar og hrogna.

Búnaður á vinnsludekki

Á vinnsludekk skipanna verður komið fyrir afkastamiklum búnaði til blóðgunar- og slægingar sem tryggja á bætta meðhöndlun fisks. Myndgreiningartækni sem tegundagreinir og stærðarflokkar fisk með sjálfvirkum hætti, tveggja þrepa Rotex blæðingarferli sem tryggir rétta blæðingu og eykur gæði og tveggja þrepa Rotex kæliferli sem hægir á dauðastirðnun mun tryggja betri og lengri ferskleika fisks. Þá er um að ræða sjálfvirka stærðarflokkun og Rotex kæliferli fyrir karfa. Meðhöndlun og kæling á hrognum, lifur og slógi verður framkvæmd í Rotex kæliferlinu. Röðun og frágangur fisksins í kör mun fara fram á vinnsludekki.

 

Sjálfvirkt flutningakerfi kara

Nýtt og byltingarkennt sjálfvirkt flutningakerfi kara mun gjörbreyta meðhöndlun afla og bæta aðbúnað og vinnulag sjómanna um borð í skipunum. Lausnin er samstarfs- og þróunarverkefni fyrirtækjanna og er útfærð með tæknimönnum HB Granda og Nautic, hönnuðar skipanna. Helstu kostir flutningakerfisins eru þeir að um mannlaust lestarkerfi er að ræða. Sjálfvirkur flutningur tómra kara er upp úr lest skipsins og röðun og frágangur fisks mun fara fram á vinnsludekki. Karastöflun og flutningur frá vinnsludekki niður í lest verður sjálfvirkur sem og lagerkerfi í lest. Lestun og losun skipsins verður auk þess sjálfvirk.

 

Hafin smíði frumgerðar

Í kjölfar samningsins mun þegar hefjast smíði á frumgerð flutningakerfisins og mun tíminn fram að afhendingu fyrsta togarans nýttur í að reyna kerfið í aðstöðu Skagans á Akranesi. Fyrsti ísfisktogarinn, Engey RE, er væntanlegur til landsins síðla sumars 2016.

 

Í tilkynningu vegna samninganna segir Ingólfur Árnason, framkvæmdastjóri Skagans og 3X Technology: „Að HB Grandi velji okkar metnaðarfullu og um margt byltingarkenndu lausnir í ný skip sín er mikil viðurkenning á nýsköpun og þróunarstarfi okkar á síðustu misserum. Við höfum í gegnum tíðina átt farsæl samskipti við starfsfólk HB Granda, m.a. í okkar þróunarvinnu. Það samstarf er staðfest með þessum samningi. Við erum að gera eitthvað rétt.“ 

 

„Undirbúningur þessa verkefnis var unninn af stýrihópi HB Granda á mjög faglegan og farsælan hátt. Árangurinn skilar sér í þessum samningum og er í takt við metnaðarfulla endurnýjun flota okkar. Aukin gæði, lægri rekstrarkostnaður og umfram allt bætt vinnuaðstaða og aðbúnaður sjómanna eru okkar leiðarljós við smíði nýju skipanna,“ segir Vilhjálmur Vilhjálmsson forstjóri HB Granda í í tilkynningu í tilefni þessara samninga um búnaðarkaup í nýju skipin.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is