Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Mánadagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
26. janúar. 2015 03:40

Börnum fækkar um tugi prósenta til sveita

Í dag kom út hjá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi Hagvísir Vesturlands sem ber yfirskriftina „Börn í sveitum á Vesturlandi.“ Þar er varpað ljósi á breytingu á fjölda barna í sveitum í landshlutanum. Til samanburðar var horft til sömu þróunar í þéttbýli á Vesturlandi, til sveita í öðrum landshlutum og erlendis. Þá var borin saman þróun á fjölda barna miðað við fjölda fullorðinna. Meginniðurstöður í skýrslunni voru að börnum fækkaði um 42% til sveita á Vesturlandi á tímabilinu 1998-2014 á meðan fullorðnum fækkaði einungis um 6,6%. Í öðrum landshlutum fækkaði börnum til sveita á bilinu 24-50%, mest á Vestfjörðum og Austurlandi en minnst á Norðurlandi vestra og Suðurlandi. Hins vegar fjölgaði börnum um 3% á landinu öllu á þessu tímabili.

 

Meðal annarra niðurstaðna í skýrslunni Börn í sveitum á Vesturlandi má nefna:

„Fullorðnum fækkaði um 25% á Vestfjörðum, fjölgaði um 3,5% á Suðurlandi en annars staðar var fækkunin svipuð og á Vesturlandi.

Fækkun barna til sveita á Vesturlandi var mest í Snæfellsbæ en það fjölgaði í Eyja- og Miklaholtshreppi og Skorradalshreppi á tímabilinu.

Fullorðnu fólki fjölgaði yfirleitt til sveita á Vesturlandi, mest um 28% í Hvalfjarðarsveit og Eyja- og Miklaholtshreppi. Borgarbyggð og Helgafellsveit eru þau sveitarfélög sem skera sig úr hvað það snertir: Það fækkar í Helgafellssveit á meðan fjöldi fullorðinna stendur nokkurn veginn í stað í Borgarbyggð.

Börnum fjölgaði yfirleitt í þéttbýli á sunnanverðu Vesturlandi en fækkaði í þéttbýli á því norðanverðu. Í tveimur tilvikum; Grundarfirði og Stykkishólmi, var fækkunin um 40% sem er mjög áþekkt því sem gerðist í sveitum.

Börnum fjölgaði í 12 af 32 OECD-löndum á árunum 2000-2011. Mest var fækkunin 23% í Póllandi og mest var fjölgunin 17% á Írlandi.

Börnum fækkaði í 927 OECD-landshlutum en fjölgaði eða stóð í stað í 433 þeirra. Mest var fækkunin 48% í einum landshluta Tyrklands en mest var fjölgunin 53% í einum landshluta Spánar.

Tyrkland, Kórea og Pólland eru þau OECD-lönd þar sem fækkun barna var mest í sem flestum landshlutum.

Ísland kemur einna verst út hvað varðar fækkun barna þegar þróunin er borin saman við önnur Norðurlönd.

Þróunin felur í sér miklar áskoranir fyrir íslenskt samfélag. Þróunin er ískyggileg víða til sveita. Um leið tekur hlutverk sveitanna miklum stakkaskiptum í íslensku atvinnulífi og jafnvel útlit fyrir tækifæri í framtíðinni. Enn fremur eru sveitirnar félagslega mikilvægar til að viðhalda ákveðinni fjölbreytni í landinu. Það er því mikilvægt að huga að því hvort slá megi á þessa þróun eða snúa henni jafnvel við.“ 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is