Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. janúar. 2015 11:13

Blessað barnalánið í uppsveitunum sló öll met í fyrra

Mikil frjósemi var meðal fólks í uppsveitum Borgarfjarðar á síðasta ári. Elstu menn muna ekki jafn margar barnsfæðingar þar á svo skömmum tíma. „Ég skírði 15 börn á árinu í öllum kirkjum innan marka Reykholtsprestakalls. Ég hef ekki skírt svona mörg börn á einu og sama ári frá því ég hóf prestsstörf hér árið 1978, fyrir 36 árum. Svo til öll þessara 15 barna eru búsett í prestakallinu,“ segir síra Geir Waage prestur í Reykholti í samtali við Skessuhorn.

 

Til Reykholtsprestakalls heyra sjálf Reykholtskirkja og kirkjurnar í Stóra Ási, Gilsbakka og í Síðumúla. Sú síðastnefnda er þó í lamasessi eins og er að minnsta kosti vegna vatnsskemmda og því ekki notuð. Auk þessa er Húsafellskirkja innan marka prestakallsins en hún er svokölluð bændakirkja og því í einkaeigu. Síra Geir framkvæmdi skírnir í öllum kirkjunum á síðasta ári nema í Síðumúla.

Síra Geir hlær við þegar hann er spurður hvort hann hafi einhverjar skýringar á þessum tíðu barnsfæðingum í prestakallinu. „Ég man ekki eftir neinu rafmagnsleysi í fyrra og hitteðfyrra, svo það er varla skýringin. Þeir segja sumir að þetta sé nýja vatnið sem Orkuveitan byrjaði að skaffa frá Steindórsstöðum í fyrra. Að það hafi hleypt svona gífurlegri frjósemi og kynsæld í fólkið. Hitt gæti svo líka hreinlega verið að konurnar eru svona fallegar og karlarnir svona sprækir. En það er alveg ljóst að þetta er hraust og heilbrigt fólk. Við getum svo sannarlega fagnað mikilli ársæld á síðasta ári hér í uppsveitum Borgarfjarðar,“ segir síra Geir Waage.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Framleiðnisjóður Landbúnaðarins

Fram á völlinn

Grundarfjarðarbær

Fundaröð um vegamál á Vesturlandi

Grundarfjarðarbær

Bæjarstjórnarfundur

Dalabyggð

Sveitarstjórn Dalabyggðar - 181. fundur

Grundarfjarðarbær

Gjöf frá Lionsklúbbi Grundarfjarðar

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is