Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. janúar. 2015 03:55

Borgfirskir briddsarar hófu sveitakeppni

Í gærkveldi hófst sveitakeppni Briddsfélags Borgarfjarðar.  Til leiks mættu átta sveitir sem formaður félagsins hafði sett saman af mikilli reiknikúnst til að gera keppnina sem jafnasta. Spilaðir voru þrír leikir og átta spil í leik. Notast var við Patton útreikning og því skiptust 32 stig á milli sveitanna.  Eftir kvöldið eru það „Telpurnar“ sem leiða mótið með 64 stig en í þeirri sveit spila Hvanneyringarnir Björk Lárusdóttir og Anna Heiða Baldursdóttir ásamt Sveinbirni Eyjólfsyni og Lárusi Péturssyni.  Í öðru sæti, með 62 stig, eru „Dóra og brýnin“ en þar eru á ferðinni Dóra Axelsdóttir, Rúnar Ragnarsson, Jóhann Oddsson og Kristján Axelsson. „Skallapoppararnir“ eru í þriðja sæti með 59 stig.  Þar eru á ferðinni Ásgeir Ásgeirsson, Guðmundur Kristinsson, Jón Eyjólfsson og Baldur Björnsson.  Keppninni verður framhaldið næstu fjögur mánudagskvöld og eru áhorfendur velkomnir. Briddsfélagið hefur hug á að halda byrjendanámskeið í bridds ef einhver vill læra. Áhugasamir hafi samband við Ingimund zetorinn@visir.is og sími 861-5171 og staður og stund ákveðin síðar í samráði við lærlinga.  

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is