Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. janúar. 2015 03:56

Tilboð kynnt í sölu eigna hjá Stykkishólmsbæ

Á fundi bæjarráðs Stykkishólms síðastliðinn fimmtudag voru kynnt tilboð í húseignir sem Stykkishólmsbær auglýsti fyrir skömmu og er sala þeirra liður í að afla bæjarsjóði tekna til að sameina skólastarf og bókasöfn í bænum undir eitt þak, með stækkun húsnæðis Grunnsskóla Stykkishólms sem lengi hefur verið stefnt að. Í Hafnargötu 7 þar sem Amtbókasafnið er komu fjögur tilboð og í Skólastíg 11 kom eitt tilboð. Þar er Tónlistarskóli Stykkishólms til húsa.

Hæsta tilboð í Hafnargötu 7 átti Gistiver ehf, rekstaraðili Egilshúss. Tilboðið er upp á 33 milljónir króna. Næsthæsta boðið kom frá Bókaverslun Breiðafjarðar kr. 27 milljónir. Kristján Kristjánsson bauð rúmar 19 milljónir og Sveinn Arnar Davíðsson og fleiri vegna óstofnaðs félags 17,1 milljón. Varðandi Skólastíg 11 og 11 a, húsnæði Tónlistarskólans, lögðu forsvarsmenn Skipavíkur fram hugmynd að samstarfi um byggingu hótels og fleira, en peningaupphæð ekki tilgreind.

 

Í bókun frá fundinum segir að bæjarráð þakki þeim sem sendu inn tilboð í eignirnar og feli bæjarstjóra að undirbúa viðræður við hæstbjóðanda í Hafnargötu 7 sem er Gistiver ehf. og hins vegar Skipavík ehf. sem býður í eignirnar við Skólastíg 11 og 11a og kallað verði eftir hugmyndum þeirra um nýtingu húsa og lóða sem tilboð byggja á. Einnig verði kallað eftir upplýsingum um áætlun um nýtingu húss og lóðar frá Bókaverslun Breiðafjarðar ehf. sem er með næst hæsta tilboð í Hafnargötu 7. Bæjarráð leggur áherslu á nauðsyn þess að hugsanlegar viðbætur, breytingar og nýbyggingar á umræddum lóðum falli vel að byggðinni við Skólastíg, Hafnargötu og aðliggjandi svæði. Bjóðendur verði kallaðir til fundar með bæjarráði og bæjarstjóra við fyrstu hentugleika.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is