Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
28. janúar. 2015 09:01

Nythæstu kýr landsins gætu fóðrað heilt þorp

Afurðir íslenskra mjólkurkúa eru sífellt að aukast enda ræktunarstarf mikið, aðbúnaður fer batnandi í fjósum og fóðuröflun- og verkun sífellt að eflast. Alls skiluðu 22 kýr á landinu afurðum yfir 11.000 kíló og þar af sjö yfir 12.000 kg. Kýrin Laufa í Flatey á Mýrum í Hornafirði mjólkaði 13.121 kg á síðasta ári með 3,33% fitu og 3,19% prótein. Laufa er eins og gefur að skilja gríðarlega góð mjólkurkýr, fór hæst í 48,6 kg dagsnyt á liðnu ári og skráðar æviafurðir hennar eru um 69 þúsund kg. en fyrsta kálfi sínum bar hún vorið 2006, þá rétt ríflega tveggja ára. Önnur í röðinni árið 2014 var Stytta 336 á Kotlaugum í Hrunamannahreppi. Þriðja nythæsta kýrin var Drottning 324 í Geirshlíð í Flókadal í Borgarfirði, undan Fonti 98027, en nyt hennar á árinu var 12.567 kg. á síðasta ári með 4,69% fitu og 3,30% prótein. Níunda á listanum yfir afurðahæstu kýr landsins er kýrin 446 frá Geirshlíð, en sú mjólkaði 11.717 kg. Fjórða nythæsta kýrin var Agla 361 í Viðvík í Viðvíkursveit í Skagafirði og fimmta Ausa 306 í Garðakoti í Hjaltadal í Skagafirði.

 

 

Afurðahæsta bú kúabú landsins er að Brúsastöðum á Suðurlandi. Í þriðja sæti er Lyngbrekka 2 í Dölum, bú Kristjáns Hans Sigurðssonar. Árskýr í hans eigu eru 11,1 og var meðalnyt 7.807 kg. Fleiri vestlensk bú eru að skila hárri meðalnyt og má nefna að í sjötta sæti er Hraunháls, bú Sigurðar og Báru á Lyngbrekku er í áttunda sæti og Stakkhamar II í ellefta sæti á lista yfir nythæstu kúabú landsins.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is