Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
28. janúar. 2015 10:00

Fréttaritari Skessuhorns í Grundarfirði slær í gegn á heimsvísu

Breska dagblaðið Daily Mail birti í gærkvöldi ljósmyndir af eldgosinu í Holuhrauni sem Tómas  Freyr Kristjánsson fréttaritari Skessuhorns í Grundarfirði tók í byrjun september á síðasta ári. Breska blaðið sparar ekki lýsingarorðin þegar myndirnar eru annars vegar. Tómas er nefndur bæði "brave" og "daredevil" í myndatextunum. Greinilegt er að breskum blaðamönnum þykir mikið til koma að menn skuli hafa vogað sér svo nærri hinum hrikalegu eldstöðvum.

 

"Það var haft samband við mig frá myndabankanum Sellyourphoto.net í Bretlandi og óskað eftir þessum ljósmyndum sem þeir höfðu væntanlega séð á Facebook. Þeir selja þær svo áfram til fjölmiðla og ég fæ helminginn af innkomunni. Þeir hafa greinilega náð að selja þær til Daily Mail. Það er víðlesinn miðill en ég veit svo sem ekkert enn hvað ég hef upp úr þessu. Skessuhorn er sem fyrr minn aðalvettvangur," segir Tómas Freyr.

 

Forsaga málsins er sú að tveir fréttaritara Skessuhorns á Snæfellsnesi fóru saman að eldstöðvunum í Holuhrauni aðeins órfáum dögum eftir að gosið þar hófst 31. ágúst 2014. Þetta voru þeir Tómas Freyr og Sumarliði Ásgeirsson fréttaritari Skessuhorns í Stykkishólmi. Ljósmyndir þeirra úr ferðinni birtust svo í Skessuhorni í byrjun septembermánaðar og nú hefur Daily Mail fylgt í kjölfarið.

 

Með því að smella hér má skoða umföllun Daily Mail.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is