Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
28. janúar. 2015 03:05

Vonar að íbúarnir verði sem allra minnst varir við breytinguna

Um síðustu áramót urðu breytingar á sýslumannsumdæmum í landinu. Við sameiningu fjögurra sýslumannsembætta á Vesturlandi; á Akranesi, í Borgarnesi, á Snæfellsnesi og í Dalasýslu varð til eitt embætti, Sýslumaðurinn á Vesturlandi. Í starfið var skipaður Ólafur K. Ólafsson sem áður var sýslumaður Snæfellinga frá árinu 1992 fram að síðustu áramótum með aðsetur í Stykkishólmi. Samhliða þessari breytingu á skipan sýslumannsumdæma var ákveðið að aðalskrifstofa Sýslumannsins á Vesturlandi og aðsetur yrði í Stykkishólmi. Ólafur K Ólafsson verður því áfram á sinni skrifstofu þar. Ólafur sagði að aðalbreytingin við þessa breyttu skipan væri umfang embættisins og stærra svæði. „Útgangspunkturinn og rauði þráðurinn í þessum skipulagsbreytingum verður sá að íbúar á Vesturlandi verði sem allra minnst varir við þessa breytingu. Fyrir breytingarnar voru sýsluskrifstofurnar fimm og svo verður áfram. Stefnt er á að þjónustan verði jafn góð og helst betri en áður. Sama starfsfólkið verður til staðar á öllum fimm skrifstofunum embættisins til þjónustu fyrir íbúana,“ segir Ólafur sýslumaður.

Þegar blaðamaður orðar það við hann að einhver togstreita hafi átt sé stað um staðsetningu embættisins, sagðist hann kannast við þá umræðu. „Ég skipti mér ekkert að þeirri umræðu. Hins vegar svara ég því til að það skipti ekki máli á hvaða skrifstofustað í landshlutanum sýslumaðurinn sefur. Að meginstefnu til verður sama þjónusta á öllum stöðum og síðan er vinnslan rafræn í eins miklum mæli og mögulegt er,“ segir hann.

 

Sjá viðtal við Ólaf sýslumann Vestlendinga í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is