Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. janúar. 2015 06:01

Síldarveislunni lokið hjá fuglum Snæfellsness

Mikil fjölgun fugla á norðanverðu Snæfellsnesi undanfarin misseri í kjölfar þess að íslenska sumargotssíldin kaus sér vetursetu í Kolgrafafirði er nú gengin til baka. Fjöldi fugla er nú svipaður og hann var árin 2009 og 2010. Þetta eru helstu niðurstöður árlegrar fuglatalningar Náttúrustofu Vesturlands, Rannsóknaseturs Háskóla Íslands og fuglaáhugamanna á vetrarfuglum sem dvelja á norðanverður Snæfellsnesi. Talningunum lauk í síðustu viku.

„Þessi niðurstaða staðfestir það að síldin hafi einungis í óverulegum mæli gengið inn á Kolgrafafjörð í fyrrahaust og að þar sé svo gott sem engin síld í dag. Það er þó talsvert líf þarna. Mikið af skörfum og selum og háhyrningarnir hafa látið sjá sig. Þeir eru þó miklu færri en þeir voru,“ segir Róbert Arnar Stefánsson hjá Náttúrustofu Vesturlands. Þrátt fyrir að lífríkið sé ekki jafn fjörugt og þegar síldin var til staðar þá eimir enn eftir af áhrifum hennar á fuglalífið. Mun meira er enn af fuglum á norðanverðu Snæfellsnesi en áður en síldargöngurnar hófust árið 2006. 

Síðustu sex ár hafa sést 33-39 fuglategundir í talningunni á Snæfellsnesi. Fæstar voru þær 2009 og flestar 2011. Núna sást til 35 fuglategunda. Óvenjulega margir fýlar, skarfar, urtendur, rauðhöfðaendur, gulendur og tjaldar sáust í þetta sinn en fáir svartbakar, hvítmáfar, starar og straumendur.

 

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is